Jæja ég var í bænum fyrr í dag og ákvað að skreppa í Nexus, ég hef ekki farið þangað í langan tíma. Hehehe. Allavega ég var svona að skoða og ákvað svo að kaupa mér anatomy bók. Valið stóð á milli Burne Hogarth-Dynamic eitthvað og How to Draw Manga Anatomy persónulega fannst mér hún henta mér betur þannig að ég valdi hana. Svo þegar ég var komin að kassanum sagði Pétur mér að með öllum How to draw bókum núna fylgdi með How to Draw Manga : Clothes vegna þess að þeir pöntuðu svo mikið af þeim....