Þetta fer auðvitað allt eftir því hvernig þú segir þetta, í hvaða tón þetta er OG þetta sem þú ert að nefna sem dæmi er ögrun ekki hótun. Svo er “mig langar að drepa þig” ekki eins og að segja t.d. “ég ætla að drepa þig í nótt” eða “ég drep þig ef þú gerir þetta ekki”. “Ertu fífl?” er spurning sem þú getur alveg svarað og komið með rök fyrir. “Þú ert fífl” er hins vegar bara alhæfing sem fólk veit oftast ekkert um. Síðan…hvort helduru að fólk taki meira nærri sér? “ertu fífl” eða “þú ert fífl”?