Djöfuls heppni er þetta. Eftir að ég las svarið þitt, þá minntist ég þess að Penninn á Glerártorgi var með sérpöntunarþjónustu áður en þeir fluttu sig niður í bæ, svo ég ákvað að líta þar við og gá hvort þeir væru enn með hana. Neinei, kem ég svo inní leikjadeildina og þá bíður elsku kvikindið bara eftir mér á einni hillunni! :D