Svo mánablíð og björt sem mjöll, ó, björt sem mjöll skein ásýnd þín. Og hingað komstu kvöldin öll, og kvöldin öll var drukkið vín. Og stundin leið við og ljóð og ást, við ljóð og ást, ó glaða stund, og ljósu armar, liljumund. Ó, ljúfa stund, unz gæfan brást! En hví skal trega horfinn dag, sem heiður, bjartur framhjá rann? Og hví skal syrgja ljúflingslag, sem lífsglaðast í hjörtum brann? Um ást og vín bað æskan þín, og alls þess naut sá þúsundfalt, sem lifað hefur líf sitt allt einn ljúfan...