Þjóðgarð, af hverju ekki? En það eru nú til fleiri og mengunarminni atvinnuvegir heldur en virkjanir og álver sem hægt væri að virkja sem séð gætu sama fjölda fyrir vinnu. Álver myndi að sjálfsögðu skapa gífurleg atvinnutækifæri en umfangið og kostnaðurinn við að eyða síðan úrgangi er svo mikill að það er vart þess virði svo maður minnist nú ekki á náttúruna sem verður að víkja þegar vatnsvirkjunum eða álverum er plantað þar í staðinn. Maður spyr sig, eigum við ekki öll, landsmenn, rétt á...