Það sem ég átti við var að þú gafst upp mynd af einhverri staðalýmind sem þú telur vera algenga, bæði af karlmönnum og kvenmönnum og í báðum tilfellum held ég þú hafir rangt fyrir þér. Það fer eftir því hver þú ert, hvar þú ert, hverja þú umgengst og í hvers konar aðstæðum þú ert, hvernig fólk hagar sér eða um hvað það talar. Það er ekki til neitt týpiskt eða venjulegt þegar það kemur að fólki, það er of mikill fjölbreytileiki í mannflórunni til þess að geta haldið öðru fram.