Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Feður passa ekki!

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég verð nú eiginlega að segja að ég hef ekki orðið vör við þetta. Pabbi er að passa, þetta tvennt passar ekki einu sinni saman í setningu. Eru börnin ein? Nei, pabbi er heima. En það getur svosum alveg verið að sumir tali svona.

Re: Narcissism mania '07. Hvernig líta hugarar út?

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Dálítið gömul, tvö ár sirka. En það gerir ekkert til, ég er vanalega ekki svona brosmild svo ég mun hvort eð er ekki þekkjast muha. http://i30.photobucket.com/albums/c314/Pannsa/PICT0002.jpg

Re: Kom að stelpu sem hafði skaðað Sig sjálf.....

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Voðalega varstu góður að hjálpa stúlkunni. Það eru ekki allir svo hjartagóðir.

Re: Kom að stelpu sem hafði skaðað Sig sjálf.....

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Heimskulegt og athyglissjúkt? Þetta var greinilega stúlka sem þurfti á hjálp að halda og þetta var vafalaust kall á hjálp. Þegar veikt fólk grípur til sinna ráða þá vill það oft vera öðrum ráðgáta hvers vegna það fólk hegðar sér eins og það gerir.

Re: Sönn íslensk sakamál.

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, þetta er ógæfumaður og fórnarlömbin eru örugglega miklu fleiri en hafa litið dagsins ljós.

Re: Mannát

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég myndi bara ekki snerta á líkinu yfirleitt, kannski jarða það en ekki borða það. Það er algjör vanhelgun á líkama annarrar manneskju, finnst mér og já ég myndi frekar deyja úr hungri en að leggja mér aðra manneskju til munns, ég er þess fullviss.

Re: Harry Potter vs. Harry Potter-stækkunargleraugun mín

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hmm ég veit eiginlega ekki hverju þú varst að búast við. Ég persónulega er löngu búin að sætta mig við það að þessar myndir eiga aldrei eftir að standa undir væntingum í samanburði við bækurnar og þess vegna horfi ég ekki svo gagnrýnum augum á þær. Ég var að koma úr bíóinu rétt áðan, ég horfði á hana í ekki svo góðum gæðum í frönskum bíósal með ömurlegu hljóðkerfi en ég get alveg sagt að þetta var ágæt skemmtun. Þessar myndir verða aldrei það sama og bækurnar og mér finnst þær ekki...

Re: : D

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta fer allt eftir líkamsbyggingu og formi. Ég er t.d. sirka 165 á hæð og 50kg. Ég er nota bene í mjög góðu formi og hef litla fitu á líkamanum, mest vöðva. En ef þú spyrðir mig þá segði ég að þú værir í meðalþyngd en ég get náttúrulega ekkert tjáð mig um það frekar þar sem ég hef ekki séð þig.

Re: pirruð..fólk hætt að hugsa núna skohh...

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Uss þú átt ekki að láta svona yfir þig ganga, veit reyndar ekki hvert launatímabilið þitt er en það ætti að koma fram á launaseðlinum en annars er bara að spyrja. Hvað varðar þetta skítuga heimili, þá myndi ég bara segja því upp, það er ömurlegt að húka við svoleiðis aðstæður og kannski lélegt kaup.

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Haha já vá, það er eitt það skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég vann við afgreiðslu. Ekki alltaf, en ef ég var í skapinu..

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það eru ekki allir jafngráðugir! Það eru til stórtækir þjófar og svo ekki svo stórtækir, þjófar með mismikla samvisku eða eitthvað haha ég veit ekki

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Alveg hreint yndislegt hvað kennarar geta verið forhertir ..ég hlæ, ég hlæ

Re: Lögregluofbeldi í Reykjavík

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, en þessi sem þú þekkir er kannski góður í sínu starfi, ég veit ekkert um það. Það eru hins vegar til svartir sauðir í þessum starfshópi eins og öllum öðrum og lítt hægt að þræta fyrir það. Það er líka mjög erfitt að vita hvenær hlutirnir eru ýktir, sannir eða skáldaðir o.s.fr. Það finnst mér alla vega, en þar sem að ég er alltaf að heyra fleiri slæmar sögur þá er ég hætt að láta lögregluna algerlega njóta vafans. Mín tilgáta er sú að það sé of mikið af virðingarleysi sem ríki í þessari...

Re: Lögregluofbeldi í Reykjavík

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hef heyrt of mikið af ýktum sögum um lögregluofbeldi til að taka þessu alvarlega. Hvernig gerirðu greinarmun á sönnum og ýktum sögum? miðað við allan skítinn sem þeir lenda í á einni vakt get ég vel ímyndað mér að þeir séu ekki alltaf í besta skapi en efast um að þeir beiti saklausu fólki ofbeldi. Þetta er mjög þversagnakennt hjá þér, skíturinn sem þeir lenda í er starfið þeirra - Maður vinnur varla starf sem kemur manni til þess að berja almenning til óbóta í einhverju reiðiskasti.

Re: er ekki að fatta

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er alls ekki hissa á því að foreldrar þínir neiti þér um þessa hluti, þú þarft verulega að þroskast. Þroski gefur fólki meira svigrúm til ákvarðanna og foreldrar þínir telja þig greinilega ekki nógu þroskaða til þess.

Re: Áríðandi og bráðnauðsynlegt að vita

í Half-Life fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það var ekki málið í þessu tilfelli, hún gat sýnt fram á kaupin og með hvaða korti hún greiddi og það er nóg.

Re: R.A.B. kenning

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nei, ég trúi því ekki að hún myndi gefa svo mikilvægar upplýsingar, það bara getur ekki hugsast. Mér þykir líklegar að þýðendur séu að missa sig í einmitt því, að þýða.

Re: Hægri fóturinn stærsti glæpamaður landsins?

í Bílar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég sé ekkert að þeim refsiramma sem nú er í gildi nema hvað að ég er sammála þér um að eignaupptaka í refsiskyni er frekar óskiljanleg og ósanngjörn refsing. Það er hins vegar annað mál ef þú miðar fíkniefnadóma, kynferðisbrotadóma og dóma vegna hraðaksturs saman. Kynferðisbrotadómar þykja of lágir t.d. og það er einnig mín persónulega skoðun.

Re: var að spá

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég var rosalega mikið snuddubarn, alltaf með í vasanum eða á puttunum, man ekki hvenær ég hætti að nota það =)

Re: Hvaða týpa ert þú þá ? ...

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ef ég ætti að setja mig í einhvern flokk af þeim sem þú bjóst til þá væri það örugglega blanda af sportlegri týpu og gáfuð/nörd. Mais je ne sais pas..

Re: Vantar lausn á smá vandamáli

í Netið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, ég held ég losi mig alla vega við Sygate, takk takk :)

Re: Gateway offline

í Netið fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Búin að laga þetta, eldveggurinn var að blokka forritið, takk samt :)

Re: Minn Harry Potter - Voða djúpt! ;)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þú ert ekki ein! Ég er sjálf að farast hérna :( Get ekki beðið eftir endinum, eftir meiri Harry!

Re: Ný lög í Bretlandi

í Deiglan fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Mismunun er bara mismunun og hana þarf að leiðrétta. Ef til væru betri leiðir ætli þetta væri þá ekki höndlað öðru vísi. Mér finnst fólk gagnrýna of mikið reynt er að koma í veg fyrir mismunun, það ætti frekar að einbeita sér að öðrum og betri lausnum því mismunun á sér stað á margan hátt, gegn fólki af öðru þjóðerni og svo framvegis. Bætt við 2. júlí 2007 - 11:50 of mikið hvernig reynt er að koma Annars finnst mér ekki réttlætanlegt að miða inntöku við nokkuð annað en einkunnir.

Re: Gateway offline

í Netið fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sæll, heyrðu ég er í sömu vandræðum og þú lentir í. Netið virkar hjá mér en MSN vill ekki fara í gang, Traubleshooter segir: Default Gateway is offline. Geturðu eitthvað hjálpað mér? Ég var að koma til Frakklands og er tengd við Local Area Connection.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok