Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Annað hræðilegt myndband! Lemja barn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jú, það er víst morð. Að drepa einstakling er aldrei réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum og þá síst vegna hefndar eða sem refsing.

Re: Annað hræðilegt myndband! Lemja barn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ertu að tala um höggþungan eða? Það þarf mjög lítið til þess að meiða lítið barn og afskaplega lítið til þess að skaða það og jafnvel deyða. Þú ert kannski að velta því fyrir þér að þetta hefði verið alvarlegt ef hún hefði kýlt það af fullum þunga? Þá væri barnið líklegast dáið og þá væri þetta ekki bara alvarlegt heldur morð.

Re: Annað hræðilegt myndband! Lemja barn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jú, eftir rúmlega helming eða svo þá byrjar það aftur.

Re: Annað hræðilegt myndband! Lemja barn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hún hefur örugglega verið barin sjálf og misþyrmt, það er ekki ólíklegt þar sem ofbeldisfólk hefur oftast verið beitt ofbeldi sjálft á barnsaldri eða unglingsaldri. Það gerir engin heilbrigð manneskja svona, það er alveg á hreinu.

Re: Annað hræðilegt myndband! Lemja barn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Almáttugur, ég gæti hágrenjað. Þetta er svo hryllilegt og þetta virðist engan enda taka. Það hlýtur að liggja einver stórkostlega ömurleg reynsla á bakvið þessa hryllilegu manneskju. Hvar endar þetta svo, þegar fólk heldur áfram að misnota hvort annað og misþyrma?

Re: Stöð 2: Vanhæfni eða virðingaleysi?

í Sjónvarpsefni fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hvað er S1?

Re: Spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Uhh, þú verður að fyrirgefa mér :) En hvaða næstu bók?

Re: Við erum femínistar!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég veit að hún snýst um kaldhæðni enda sjá það flestir. Hins vegar nær kaldhæðnin aðeins svo langt, vegna þess einmitt að greinarhöfundur, að mínu mati, tekst ekki að gera hana trúverðuga, punktur.

Re: Spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já, það er satt, þá eru margar af uppáhaldspersónunum farnar og það er alltaf erfitt.

Re: Spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég gleymdi ekki Colin =( Það var eitt það sem tók mest á mig vegna þess einmitt að mér fannst það svo tilgangslaust.

Re: Við erum femínistar!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það getur vel verið að femínistar í dag séu á rangri leið og leggi ekki áherslu á rétta hluti en. Hvernig heldur þú að konur væru staddar í dag ef að femínistar hefðu ekki komið til sögunnar á einhverjum tímapunkti? Það er nefnilega staðreynd að áður fyrr voru þær ekki metnar til jafns við karlmenn á einkar mörgum sviðum. Heldurðu að kvenmenn hefðu fengið að færa sig lengra út á atvinnumarkaðinn t.d. fyrir tilstuðlan einhvers karlmanns? Ég held að þú ættir aðeins að fara rólega í ádeiluna, í...

Re: Við erum femínistar!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er auðvitað eitthvað til í þessu en ég ætla að leggja áherslur á mál sem skipta máli. Þetta er alveg stórfurðulegt þar sem þú heldur áfram að tala um misrétti og byrjar á því að tala um að karlmenn geti ekki verið með sítt hár. Síðan heldurðu áfram að taka jafnóverðug og fáránleg dæmi. Hvernig réttlætirðu eiginlega það sem þú hefur að segja?

Re: J. K. Rowling

í Harry Potter fyrir 16 árum, 11 mánuðum
\o/

Re: fyrsta myndin úr the half blood prince

í Harry Potter fyrir 16 árum, 11 mánuðum
AAAAAAAAAAAAAAA ég hlakka svo til =D Bætt við 17. desember 2007 - 11:57 Þetta er troubled mind svipur.

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það vill nú samt til, hérna á Huga alla vega, að í langflestum tilvikum er karlkynið í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem svara. Þess vegna er ekki ólíklegt að höfundur greinarinnar hafi einfaldlega viljað sjá hvaða augum kvenmenn í heild sinni líta þessi mál. Það er svosem ekkert saknæmt að vilja vita hvað kvenönnum finnst og hvað þær halda um þessa hluti. Kannski gerir greinahöfundur sér betur hugmynd um hvaða hugmyndir kvenmenn hafa um nauðganir með því að gera svona könnun hér. Það gætu...

Re: Ég er svo reið!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hahah usss þessir Kana

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já, ég veit. Það er auðvitað mjög slæmt ef samfélagsgerðin er þannig að við dæmum einstakling sem hefur ekki verið dæmdur af lögum og það er afskaplega leiðinlegt að vita af því. En sem almennilegum borgurum ber okkur að falla ekki í þá gryfju og gefa mönnum vonarglætu um að fá að lifa óáreittir liggi dómur ekki fyrir. Þá er bara spurning um hverjir eru nógu vel gerðir til þess að geta sýnt slíkan karakter.

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég sagði ekkert um lygar =) Ég bara hef ekki heyrt þessu fleygt áður, en allt í lagi.

Re: FUCK!!!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Óþarfi? Ha? Grænmeti innihaldur margar nauðsynlegar amínósýrur (byggingareiningar prótína) sem þú færð hvergi annars staðar og ekki í kjöti. Þú getur að sjálfsögðu tekið þau í töfluformi en það verður aldrei það sama. Grundvallaratriðið er það að það er ekki óþarfi, sama hvað þér finnst. Hins vegar finn ég til með þér, ég á nefnilega afskaplega erfitt með að borða kjöt. Kúgast ef ég sting upp í mig kjötbita. Hins vegar verð ég að borða eitthvað af því og finn þess vegna bara upp á einhverjum...

Re: Ég er svo reið!

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Haha And why do you have long hair?

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég vil bæta því við að ég hef ekkert fyrir mér í þessum málum, þetta er bara ein hugmynd af mörgum um ástæðu svona glæpa.

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þetta átti ekki að skapa alveg þessi áhrif =) Hins vegar finnst mér leitt að hugsa til þess að karlmenn séu í stöðugri vörn yfir þessari umræðu, þegar það er alls ekki nauðsynlegt. Okkar betri vitund, hjá sæmilega vel gerðu fólki, gerir okkur kleift að losna við kynjagleraugun og horfa öðruvísi á málin en bara út frá kyni. Æi, gleymdu þessu bara. Ég ætti ekki að vera að reyna að sannfæra neinn.

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hvaða fordæmi hefur þú fyrir þessu? Ég spyr nú bara af forvitni. Ég veit að þetta er staðreynd en hvort þessi atvik séu eitthvað síður virt að vettugi en önnur kannast ég ekki við. Ég held þú vitir jafnvel og ég að aðalvandamálið er að karlmenn eru oft ekki nógu duglegir að kæra frekar heldur en hitt. Þarna ertu að skella sökinni óþarfalega mikið á samfélagið í leit að einhverjum sökudólgi sem er ekki endilega rétta leiðin. Held ég..

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú segir ekki? Við vitum það öll. Hvað er þetta með þessa þráhyggju hjá sumum karlmönnum að fara alltaf í vörn þegar það er talað um nauðganir og þurfa alltaf að benda á þá staðreynd sem er okkur öllum kunn að konur beita líka kynferðislegu ofbeldi. Munurinn er bara sá að karlmenn eru í meirihluta í þessum hópi en það er þó engin ástæða til þess að karlmenn taki það nærri sér því þeir hafa ekkert til að skammast sín fyrir! Þið eruð menn, ekki bara karlmenn, persónur og það er það sem skiptir...

Re: nauðgaraafbrot

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já, stelpur verða að hætta að ljúga nauðgunum upp á karlmenn, það er alveg á hreinu. En karlmenn verða líka að hætta að nauðga og beita konur ofbeldi. Eins og er, eru þær að mörgu leiti að halda aftur af dómum á alvöru nauðgurum því þær skapa vafa á hvort fórnarlamb segi sannleikann eða ekki. Hvað þetta varðar, þá er þetta mjög alvarlegur glæpur. Ég vil einnig benda á að sá sem sætir yfirheyrslum í málum sem þessum, sem fórnarlamb, á ekki sjö dagana sæla. Þessar yfirheyrslur eru mjög...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok