Ég held að þú ættir að reyna að skipuleggja þessa fjóra tíma, sem þú nefndir að færu í sjónvarpsgláp, í eitthvað annað og innihaldsríkara. T.d. einhver áhugamál: ræktina, fótbolta, körfubolta, borðtennis, lestur eða bara það sem þú hefur gaman að og metnað fyrir. Síðan þarftu að leggja meiri áherslu á að nota fríin þín vel og læra að hlakka til þeirra og jafnvel íhuga að fá þér aðra vinnu ef þér leiðist þessi. Það er ekki gott að líða illa í vinnunni og þá verður maður bara að skipta þangað...