Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Föstudagurinn 13.

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þeir fá nú örugglega bara vinnu samkvæmt menntun.

Re: Föstudagurinn 13.

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
HAHA

Re: Kona ársins, DV og Hræsni Íslendinga

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það snýst líka um það að menn vilja kanna sannleiksgildi og þegar hún kemur svona fram með systrum sínum og lýsir þessu öllu þá á maður ekki erfitt með að trúa því sem sagt er. Maðurinn fyrirfór sér og ekki er hægt að sækja hann til saka hvað sem svo hefði orðið úr því, þess vegna held ég að fólk sé mest reitt, alla vega ég. En ég skil hvað þú segir, þessi mál eru bara svo flókin og það koma alltaf upp efasemdir.

Re: Kona ársins, DV og Hræsni Íslendinga

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Auðvitað ekki, heldur gaf ég ekkert slíkt í skyn. Þessi fórnarlömb eiga allan rétt á því að fá uppreins æru en svo verður auðvitað ekki viðkomið þegar manneskjan er látin. Svo minnir mig líka að faðir konu ársins sé látin, þó ég þori ekki alveg að fara með það.

Re: Gandalfur vs. Dumbeldore

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, það er hárrétt

Re: Heimskur heimskari

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það skiptir ekki máli hvað þeir höfðu fyrir sér. Málið er ennþá, var, á rannsóknarstigi og hefur miðillinn engan rétt á að birta mynd af manni, nafn, gera hann að einhverju “fríkí” sbr: einhentur maður(eins og að það komi málinu við). Það skiptir máli hvernig er farið að og það sérstaklega í svona viðkvæmum málum, það eru einföld meiðyrði að birta svona án dómsúrskurðar og mannorðsmorð í eiginlegri merkingu. Nú er það DV að kenna að þessir þolendur fá aldrei uppreisn æru og þessi fórnarlömb...

Re: DV og sannleikurinn þeirra ...

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þeir eiga rétt á að hafa sannleikann fremst og í fyrirrúmi en hlutir eins og að birta nafn og myndir af manni, (auk þess að reyna að gera hann að einhverju skrímsli vitna í: (einhentur maður) eins og það komi eitthvað málinu við) þar sem hefur ekki verið dæmt í málinu er meiyrði að mínu mati og það ætti að dæma í því máli frekar en öðru, t.d. borga fjölskyldu mannsins miskabætur fyrir að opinbera mál sem er aðeins á rannsóknarstigi og engin getur sagt að hann sé sakur í, þó svo að maður gefi...

Re: Gandalfur vs. Dumbeldore

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst bækurnar um Hringadróttinssögu leiðinlegar og lengdregnar og hef aldrei getað látið mér líka það vel við þær, mér finnst einnig miklu meira spunnið í Dumbledore. (Hef alltaf verið meira svona Harry Potter “fan”).

Re: Gandalfur vs. Dumbeldore

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vá, eins og skrifað úr huga mínum. Ég hugsaði nákvæmlega það sama og svaraði samkvæmt því. Það sem fólk virðist vera að gleyma og fattar ekki er það að þessi karakter, viðkunnalegi gamli maðurinn, sem á þessa óendanlegu visku og mátt og hefur svo mikil áhrif hefur verið til öldum saman ekki bara eftir að Hringadróttinssaga var skrifuð eða forverar hennar. Það er ég alveg viss um.

Re: Gandalfur vs. Dumbeldore

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er því algerlega ósammála að Hringasróttinssaga hafi eitthvað að gera með val Rowling á Dumbledore persónunni og skapgerð, það getur vel verið að það leynist í þeim góði kallinn og það gerir þá líka á vissan hátt en það eru alltaf til góðir karlar, viskubrunnar með endalausan styrk og mátt sem eru svo viðkunnalegir og mörgum líkar svo vel við. Þessi karakter hefur verið til miklu lengur en Hringadróttinssaga og Harry Potter, það er alveg víst. Annars var samanburðurinn hjá þér, á þeim,...

Re: Kona ársins, DV og Hræsni Íslendinga

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Heimsyfirráð var hans takmark og að vera sammála hans plönum til þess að ná því takmarki er að mati flestra vitleysa en ég skil þó hvað þú átt við með þessa stimplun.

Re: Kona ársins, DV og Hræsni Íslendinga

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Svarið er einfalt, vegna þess að málið var fyrnt og það er ekkert meira þar að baki og í því máli þá snérist umræðan bara um að koma fram og segja sína sögu til þess að hjálpa öðrum.

Re: Fear Factor orðinn þreyttur þáttur?

í Raunveruleikaþættir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, Fear Factor og allir þessir þættir.

Re: Veit einhver?

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það merkir að stíga í vænginn við einhvern. =Reyna við, daður.

Re: DV MÁ SKAMMAST SÍN!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Heyr heyr, það finnst mér mjög upplagt. Skipuleggja mótmæli og gera eitthvað í málinu einu sinni, once and for good! Það held ég að væri alla vega fyrsta skrefið í rétta átt, til þess að fá þessum miðli endanlega lokað eða siðareglum þess breytt. Já, svo er hugmyndin um búðir að afþakka DV mjög álitleg líka, en maður spyr sig hvort búðareigendur vilja missa þá sölu. En engu að síður þá er ég fyllilega sammála og tæki heilshugar undir mótmæli á þessum fréttamiðli.

Re: DV MÁ SKAMMAST SÍN!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Egill Gilzenegger eins og sá vitleysingur kallar sig, hefur oft talað svoleiðis. Man eftir nokkrum pistlum um þetta og finnst það alltaf jafn ógeðslegt.

Re: DV MÁ SKAMMAST SÍN!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er ekki búið að vera heilbrigt í langan tíma. Það sér allt heilbrigt fólk. Það eru aðallega meiðyrði sem koma fram í þessu blaði, fyrirlitlegar greinar eftir fábjána sem skrifa um hvernig það er að tappa í bílskúrin hjá stelpum og já annan sora. Þetta blað ætti að brenna, það er engin virðing borin fyrir fólki lengur, engin.

Re: Linda Eastman-McCartney

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mjög flott grein hjá þér.

Re: Færa mánuðina...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Nei oj, þá er sumarið á meðan við erum í skólanum! Ég vil vera í fríi þegar það er sumar og sól. Sussubía, þó svo að það sé gaman að hafa snjó um jólin þá líkar mér miklul betur við sumarið og sólina og vildi ekki fyrir nokkurn mun vilja eyða þeim sólríku dögum inni í skólastofu, na a.

Re: Lag í nýja american dad

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Djö þetta er eitthvað svona sem maður hugsar stundum, alla vega ég. En aldrei myndi ég þora að spyrja svona á þessum vef haha, en nú er ég líka forvitin…endilega einhver að svara

Re: The Dragon

í Smásögur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
En fallegt, skrifaðu endilega meira. Svo væri gaman að fá að lesa einhverja smá, þó væri ekki nema smá, forsögu að þessu. En annars flott :)

Re: Skólinn að byrja! Vúhú!

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
En það er þó alls ekki algengt hefði maður ímyndað sér og stafar líklegast af 100% persónuafslætti sem börn njóta fram til hvað var það 16 eða 18 ára aldurs. En mér finnst það nú ansi mikið miðað við ungling í yngri kantinum, hvað eru það eiginlega margar vinnustundir :) Alla vega heppin sá unglingur.

Re: Skólinn að byrja! Vúhú!

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jájá, flottí flott. Ég sagði þetta líka vegna þess að ég þekki fólk sem vinnur svona vinnu og hún er ekkert auðveld samkvæmt því sem ég heyri. Vakna fimm á morgnanna, keyra lengst í rassgat í vinnuna, koma heim seint á kvöldin. Það finnst mér ekki beinlínis létt ef ég hugsa um það. En þú átt greinilega svona jolly frænku sem tekur þessu rólega, það gera sumir en ekki allir.

Re: Skólinn að byrja! Vúhú!

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
I hear you. Mér býður alveg einstaklega við þeirr tilhugsun að þurfa að læra, en mér finnst ég þurfi þess og geri það þess vegna. Lífið sökkar svolítið stundum.

Re: Skólinn að byrja! Vúhú!

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Æ það er svo grámóskulegt eitthvað allt saman, ég sjálf þoli ekki að mæta í skólann. Læra endaleust heima, alltaf í skyndiprófum en ég valdi mér erfiðan skóla og verð að taka því sem kemur. Það er engin eftirsjá, bara leiði á þessu öllu saman, en maður verður víst að harka þetta af sér. Ég vil ekki hafa neitt annað en góðar tölur á bankareikningnum mínum eftir menntaskólann og skólinn er víst eina leiðin til þess, alla vega sem ég sé :( Ég mæli ekki með því fyrir fólk sem leiðist skóli að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok