Hún kemur með svona spes svip… brosið myndast á vörunum, tennurnar koma í ljós, brosið dregst alveg út og myndar bara krúttlegustu spékoppa, augun á henni pírast á sama tíma og hún lyftir upp öxlunum og kemur með svona “kihh-svip” eins og ég kalla það. Það reddar mínum degi, allar áhyggjur og pirrur eftir vinnuna fjara burt og mér líður vel. Einnig er þegar hún er að einbeita sér, augun hennar opnast, munnurinn er smá opinn og hún horfir svo til mín og lyftir augnabrúnunum á sér upp og...