Jahá, þú segir það, ég er nú svosem sammála þér í stærstu dráttunum með tízkubylgjuna og bolina, en það eru nokkrar villur þarna í textanum! Fyrst af öllu, álitamálið, mér finnst Metallica tónleikarnir ekki vera þeir bestu í Íslandssögunni, það myndu vera Zeppelin '70. Hinsvegar, það sem verra er, ekki voru þetta stærstu tónleikar Íslandssögunnar… Mér skylst að það hafi verið Stuðmannatónleikarnir í fjölskyldugarðinum um verzlunarmannahelgina í sumar, en þar töldu þeir á bilinu 18-19.000...