Mér finnast Sennheiser HD-25 mjög góð til að dj'a með, með þeim allra bestu. Mér finnast Sony MDR-V700 líka mjög góð, í raun ekkert verri. Þegar kemur að því að sitja heima og hlusta á tónlist, og þá sérstaklega við hljóðvinnslu, finnast mér Sony MDR-V700 miklu betri en Sennheiser HD-25. Ástæðan er einfaldlega sú að mér finnast HD-25 ýkja ákveðnar tíðnir of mikið (og þá lítið hægt að treysta á þau í hljóðvinnslu). Ég hef prófað báðar gerðir mjög mikið og lesið mikið af samanburðargreinum....