Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MorganKane
MorganKane Notandi frá fornöld Karlmaður
170 stig
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.

Re: Líf á annarri plánetu, raunsætt?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Rétt er það að af öllum hinum óteljandi plánetum í vetrarbrautinni er líklegt að einhverstaðar séu forsendur fyrir að líf skapast. Málið er bara hvort það muni existera á meðan líftími plánetu okkar varir. Ef eilífðin er hundrað ár og líftími jarðarinnar ein sekúnda þá eru litlar líkur á að það hittist þannig á að líf séi til á sama tíma í alheiminum. Hitt er hvort við séum það nálegt hinu lífinu að við munum vita einhverntíman af því, svo ég noti aðra líkingu þá má segja að plánetur...

Re: Hugsið ykkur!

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í allri umræðunni um guði sem voru geimverur er aldrei minnst á Æsina okkar. í marvel comics eru þeir geimverur og það er ekkert langsóttara en að biblífígúrur hafi mögulega verið það. T.d. átti einn goðanna að hafa átt níu mæður og verið með fullkomna heyrn og sjón, Baldur minnir mig að hann hafi heitið, hljómar fáránlega nema kannski hann hafi verið settur saman úr genum níu kvenna í þeirri viðleitni að skapa ofurgoð. Einnig er minns á hestinn Sleipni með 8 fætur sem Loki á að hafa fætt....

Re: Tilbúningur eða staðreyndir?

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef til eru geimverur sem hafa komist til jarðar frá annari reikistjörnu þá eru þær á tæknistigi sem er í öðru ef ekki þriðja veldi miðað við mennina. Ef þessar geimverur eru svona langt komnar í flug og geimvísindum er þá ekki líklegt að þær séu einnig komnar langt á undan í öðrum vísindum eins og t.d. taugalífeðlisfræði og séu komnar á það stig að þær geta plantað hugmyndum, draumum og jafnvel stjórnað hugsunum litlu vanþróuðu homo sapiens. Þá eru þetta hinir umræddu brúðuleikstjórar...

Re: Thomsen í slag við yfirvöld

í Djammið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Því fyrr sem Thomsen lokar því betra, þetta er eini staðurinn sem ég veit um þar sem eiturlyfjasalar fá að selja ellur og spítt með leyfi og jafnvel samstarfi dyravarða og barþjóna. Óþverrastaður!!!

Nokkriri atburðir sem gerðust 11. september í sögunni

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
On this day: September 11 1609 Henry Hudson discovers Manhattan island 1773 Benjamin Franklin writes “There never was a good war or bad peace.” 1919 US marines invade Honduras 1922 British mandate of Palestine begins 1941 Charles Lindbergh, charges “the British, the Jewish & the Roosevelt administration” are trying to get the US into WW II 1948 Quaid-i-Azam Mohammed Ali Jinnah dies 1961 Bob Dylan's 1st NY performance 1973 Chile's President, Salvador Allende, deposed in a military coup 1986...

Re: Kínverjar og árásin á USA.

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Kínversk yfirvöld og rússnesk eru alveg jafn hrædd við svona fanatíkusa sem eiga sjálfsmorðs flugræningja í vopnabúri sínu. Að planta bíl með kennslubók í flugi á arabísku væri augljóst leið fyrir hvern sem er sem vill villa um fyrir öllum. Ef mögulega kannski e.t.v. að það var ekki Osama Bin Ladin sem samkvæmt pakistönskum fréttariturum neitar að vera viðriðinn. Annað hvort eru hryðjuverkamenn í röðum Talibana hræddir við eigin velgengni. Eða að það voru ekki þeir. Einn möguleiki er að...

Re: Hvernig á að berjast við súperveldi!

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mestu stríðin eru útkljáð í bænahúsum áður en til þeirra kemur. Sun Tzu

Re: Nostradamus og atburðirnir í New York

í Dulspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er ekki séns að innlend hryðjuverkasamtök séu ábyrg? Sömu og stóðu að sprengingunni á annari byggingu ekki alls fyrir löngu. Það væri þá eitthvað sem bandaríkin meiga alls ekki viðurkenna fyrir umheiminum, að þeir séu í vandræðum heima fyrir. Bylting í aðsigi :/ A.ö.l. mun usa stjórnin nýta sér stöðina og ásaka einhvert “rouge state” og fara í smá stríð til að auka samstöðuna heima fyrir og beina athygli allra eitthvert út í heim á meðan sveitir með hljóðdeyfa fara af stað heima fyrir. Ég...

Re: Týnd siðmenning?

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já það er hægt að kaupa þessa þætti og það gerði ég í gegnum Amazon.co.uk. Þættirnir heita „Quest for the lost civilization“ og eru mjög góðir, ég er búinn að horfa á spóluna í 15-20 skipti og er fyrst núna að fatta allt með stærðfræðina og stjörnufræðina (precession er mikilvægur punktur).

Re: Geimverur sækja jarðvegssýni

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Á bretlandseyjum ekki svo langt frá Stonehenge er Censington horse sem er risastór mynd af hesti (að því er hefur hingað til verið talið) í þættinum Quest for the lost civilization sem ég sá á Discovery er sagt frá fræðingi sem heldur því fram að þetta sé ekki hestur heldur naut, útbúinn til að speigla afstöðu til jarðar stjörnumerkisins nautið, árið 10500 fyrir krists burð! Einnig er greint frá því að fundist hafi leifar af timbri sem hægt var að kolefna og aldursgreina við Stonehenge sem...

Re: www.matarkarfa.is

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eruð þið öll ekki bara útsendarar frá Baugi? Nei bara að djóka… Aðalpælingin er sú að hægt ætti að vera að undirbjóða Bónus og Hagkaup og aðra sem leggja gígantískt mikið á grænmeti og ávexti. En í sambandi við að skoða vöruna áður en hún væri keypt - you got a point there - kannski róbótaarmur með myndavél þannig að þú gætir gert það…. “Kane, Morgan Kane”

Pray tell!!!

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Gætirðu lýst reynslunni fyrir okkur?

Re: Hvað varð af furðuhlutunum?

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það var þáttur um það svæði á Discovery bara í fyrradag. Ég stillti af rælni yfir á D. Sá að þetta var einhverskona svona þáttur og spenntist allur upp, hljóp inn í eldhús og náði í bjór og snakk og sá svo stafina renna upp skjáinn þegar ég kom inn aftur. Alger bömmer.

Re: Felidae

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það gerir bækur sjálfkrafa óaðlaðandi að skylda mann til að lesa þær.

Re: Mökunarferli katta

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hafði ekki lesið þetta áður og hafði gaman af. Haltu áfram að copy pase´a ef um það er að ræða…

Re: Gerð íslenska spunaspilsins

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Einu sinni setti ég saman nokkur ævintýri eða eitt campaign sem gerðust á tímum íslendingasagnanna. Reglurnar og basic strúktúrinn var tekinn úr Warhammer en heimurinn og character classes aðrir. Maður gat byrjað sem óbreyttur víkingur - hækkað upp í stafnbúi - svo höfðingi (sem átti sitt egið skip) - og loks goði. Campaignið var eitt sumar þar sem farið var í víking og gert strandhögg á Írlandi og víðar. Ef gera ætti íslenskt spunaspil held ég að upplagt væri að staðsetja það á þessum tím...

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nákvæmlega hvernig myndi það skaða samfélagið ef hægt væri að fara út í apótek og kaupa eitulyf í staðin fyrir að kaupa þau út á götuhorni? Á fyrri veginn er hægt að hafa eftirlit með fíklunum og hverju þeir eru að láta í sig, og ríkið fengi skattpening sem hægt væri að verja til forvarna rétt eins og er með áfengi og tóbak í dag. Þetta er bara hræsni að segja að hættulegt fíkniefni eins og áfengi sé o.k. bara afþví við séum búin að nota það svo lengi.

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Bara til að besservissast aðein meira, hún heitir ekki bara cannabis sativa heldur líka cannabis indica og cannabis ruderalis. Og ttt, hvar er hægt að ná í þessa þætti?

Re: Endirinn á heiminum!

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kannski er allt ekki hringrás heldur spírall. Í hvert skipti sem kominn er heill hringur ertu ekki kominn aftur á upphafsstað heldur á stað sem er líkur upphafsstaðnum en þó einu veldi til hliðar.

Re: Hugmyndir UFO manna um efasemdamenn.

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þó svo að möguleikinn á að líf kvikni annarsstaðar í alheiminum sé til staðar þá er tvennt sem dregur úr líkunum á að það líf hitti okkar líf. Hitt lífið getur kviknað hvar sem er í alheiminu, svo myndlíking sé notuð, það gæti kviknað á sandkorni á Nýja-Sjálandi á meðan við erum líf á Íslensku sandkorni. Það gæti kviknað hvenær sem er í tíma. Við gætum verið upp milljónum ára á eftir eða undan því.

Re: Top 10, raddiraldarinnar

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Edit Piaf?

Re: Sjónvarpsefni í Kína

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Já, í grundvallaratriðum meina ég það. Bandaríkin er eins og Rómarveldi okkar daga (og hnignandi fer)og Kína er jafn langt frá því að vera stjórnað af mönnunum á götunni og það var á tímum keisarana.

Re: Af moldu ertu kominn..

í Ljóð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Verulega, virkilega góð pæling, síðustu tvær línurnar eru alvöru snilld. Og ég er ekki neitt ljóðskáld en…hvernig kemur ljóðið út svona? Það eina sem ég geri er að stroka út nokkur tengi orð…og fyrirgefðu mér fyrir að messa í ljóðinu þínu… Næst mold, gras. nærist, vex, dafnar. fyrir sterkar taugar til moldar, teygir sig til sólu, ákveðið að láta taka eftir sér. Það er ekki til neins þar sem sláttumaðurinn hefur reitt ljáinn til höggs. Í fullvissunni yfir að grasið sé grænna hinu megin deyr...

Re: Endurholdgun?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Samkvæmt sumum trúarbrögðum er hægt að endurholgast sem dýr. Þ.e.a.s. dýr hafa líka sálir. Nú eru menn að fjölga á kostnað annara dýrategunda. Þannig að samkvæmt því eru menn sem fæðast núna nýbúnir að hækka (eða lækka) í tign frá dýrastatus. Annarst gef ég lítið fyrir eílíft líf og endurholgunarkenningar. Þær eru sannar en ekki á þann veg sem flestir vildu. Við lifum eilífu lífi í þeirri merkingu að efniseindirnar sem við erum samansett úr eru jafn gamlar alheiminum og þegar þetta...

Re: Guð/Allah/Þór/Shiva....

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Og athugaðau það líka hversu oft biblían hefur verið endurskrifu. Ef við gefum okkur að Biblían hafi verið endurnýjuð a.m.k. einu sinni á mannsæfi, sem var um 40 ár á biblíulegum tímum, þá hefur hún verið endurrituð a.m.k. 100, og á mörgum stöðum, innan hvers sértrúarhóps og milli margra tungumála; hebresku, latínu, grísku o.fl. fram og aftur og á víxl. Ef við berum bara saman þá biblíu sem kaþólikar nota og þá sem lúterstrúar nota þá er það ekki sama bókin. Ef maður tæki nýjatestamentið og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok