Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Drauma bassarnir!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Edge eru bara ósköð venjulegir bassar, finnst þeir samt ótrúlega flottir (mikið flottari in-real-life heldur en á síðunni) http://www.deanguitars.com/bnds_v1/edge_1_5.htm En jú, Lemmy spilar bara á Rickenbacke

Re: Andspyrna

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
þetta var bara mjög fínt. Missti af Fortuna, náði rétt svo endanum á seinasta laginu þeirra. Gordon Riots voru góðir en ég fíla ekki söngvarann. Diabolus var toppurinn á kvöldinu, geðveik stemming, pittur og slamm. Raggi alveg að gera sig sem gay for a day. Eini gallinn við þetta var svo biðin á milli diabolus og helshare, það fóru næstum allir á meðan og það drap stemminguna gjörsamlega. En þetta var samt vel gert hjá Helsare. Dansandi gaurinn var snilld, ég átti erfitt með að hemja mig af...

Re: Hjálp

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
gæti verið að vSkandall hafi verið að tala um þessa æfingu í svarinu sínu (veit ekkert um það, er bara aumur bassaleikari), en ég held að þetta sé ein besta leiðin til að byggja upp hraða: http://youtube.com/watch?v=0Ut33RtU6Ik auðvitað ekki á þessum hraða, en þú hlýtur að skilja æfinguna

Re: Cymbalar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Snakeshit er að selja frekar nýlegan china, minnir að það sé Zildjian. hafðu samband við hann ef þú hefur áhuga

Re: Double Kicker

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
þú borgar fyrir gæði. Ef þú nærð að redda þér dobblara fyrir þetta verð get ég sagt þér að hann á ekki eftir að borga sig. Eyddu frekar 20.000+ og þá ertu að fá eitthvað fyrir peninginn, og hann á eftir að endast, eitthvað annað en kicker sem er ekki 10.000 króna virði. Ef þig dauðlangar svona í kicker skaltu frekar bíða og safna heldur en að spreða í einhverja vitleysu

Re: Drauma bassarnir!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
ég ELSKA Razorback, langar ógeðslega mikið í eitt stykki, en ég ætla að fá mér Edge í staðinn. Ric er líka geðveikur, það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég sé Ric er Lemmy

Re: Geisladiska búð Valda

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
það fer bara eftir.. einhverju. ég hef bæði keypt diska sem stendur notað og líka sem stendur nýtt, og svo líka sem stendur ekkert á og þeir eru stundum nýjir.

Re: Auðveld lög?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
ef hann er að tala um Richard Christy, þá.. jú

Re: Hvaða bönd?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Iron Maiden, Saxon, Judas Priest, Dio, Metallica, Black Sabbath, Twisted Sister og Megadeth eru dæmi um ekki mjög þunga tónlist sem er mjög auðvelt að komast inn í. Lagadæmi: Iron Maiden: Phantom Of The Opera, Wrathchild, Purgatory, Invaders, Children Of The Damned, Hallowed Be Thy Name, Where Eagles Dare, The Trooper, To Tame A Land, Aces High, Rime Of The Ancient Mariner, Wasted Years, Blood Brothers, Brave New World, Lord Of Light. Saxon: Strong Arm Of the Law, Crusader, Denim And...

Re: tónlistarstefnur dæmi um..?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
New Wave Of Btirish Heavy Metal, það er að segja breska HM útrásin um kringum 1980. Motörhead, Def Leppard, Judas Priest, Saxon og jafnvel Black Sabbath eru stundum flokkaðir sem NWOBHM

Re: Hvað er öðruvísi með Technical Death Metal?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
damn :( hvernig fæ ég levelup?

Re: Rainbow

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Geðveik hljómsveit. Mér finnst alveg magnað hvað Dio er heillaður af regnbogum: Hiding In The Rainbow, Rainbow In The Dark, Catch The Rainbow, Rainow Eyes, lagið Rainbow (m. Elf) og hljómsveitin Rainbow…

Re: Hvað er öðruvísi með Technical Death Metal?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
hehe, ég biðst afsökunar. og nei ég veit ekki lítið um það sem ég tala um, en það kom allt út um rassgatið á mér í þessu svari, var ekki hvorki með heilann né kjaftinn á réttum stað enda var ég alveg að sofna (er það ekki annars afsökunin hjá öllum sem skrifa einhverja vitleysu um miðja nótt?)

Re: Hvað er öðruvísi með Technical Death Metal?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
mér finnst venjulegur Brutal Death Metall eins og Cannibal Corpse, Deicide og Suffocation vera eitthvað svo ‘stífur’ á meðan teknískur death metall er meira svona gítarinn er að fara upp og niður um hálsinn og fullt af auka nótum og cymbölum bætt inn á milli parta. Teknískur DM: Decapitated - Spheres Of Madness (fyrir ofan) og Necrophagist - Foul Body Autopsy. Tékkaðu á gítarspilinu í efri 2 lögunum og berðu hann saman við CC lagið neðst. http://www.youtube.com/watch?v=QbLIdc2bsB4...

Re: Death Metal Black Metal

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Death Metall

Re: DIO

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
held að það fari ekki milli mála að Holy Diver sé sá besti (allir búnir að nefna hann), en annars finnst mér sólóferillinn hans soldið einsleitur þannig að hinar plöturnar eru hvorki verri né betri heldur en sú næsta, finnst þær allar góðar án þess að vera eitthvað svona ‘outstanding’. Mæli allavega líka með Dream Evil, sérstaklega laginu All The Fools Sailed Away

Re: Kynjajafnrétti í Islam

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
vegna þess að það stendur í Kóraninum. Hárið er lostavekjandi, ekki spyrja mig hvers vegna, það stendur bara í Kóraninum. Hárið er líka tákn losta í á vesturlöndum, bara á aðra vegu. Það eru líka reglur um hár hjá kristnum, gyðingum, sikhum, forn-egyptum og bara nefndu það, það er nánast pottþétt að það séu til reglur um hár. og reglan um ár í Íslam er sú að konur eigi að hylja það til að vekja ekki upp kynferðislegar kenndir hjá karlmönnum. Ekki ganga konur í vesturlöndum berar að ofan úti...

Re: Kynjajafnrétti í Islam

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
það er algjört val konunnar hvort hún velji það að fara í kufl eða ekki, svo lengi sem hún hylji hár sitt.

Re: Huge greiði !

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þú þarft greinilega mikla fræðslu. Svona til að byrja með…. djöflatrú er ekki til, ekki sem trúarbrögð allavega. Eins og einhver sagði, þá hefur hver trú sína djöfla. Ef þú ert að tala um trú á Djöfulinn, þá er það kristni, bara ‘snúið við’, hið illa er tilbeðið í staðinn fyrir hið góða. Ef þú ert ekki búinn að lesa linkinn á wikipedia sem þér var sendur skaltu lesa hann núna

Re: Davey Havok

í Rokk fyrir 17 árum, 9 mánuðum
þetta emo dæmi er orðið svo þreytt að það er ekki fyndið. það eru allir löngu komnir með ógeð á þessu nema emóarnir sjálfir. þetta er einhver asnalegasta tíska sem ég hef nokkurn tímann vitað um, þetta er verra heldur en 80's glam lúkkið, þetta er verra en hnakkar (reyndar finnst mér þetta ekki ná að toppa art fartana). en já.. ég persónulega HATA emo lúkk. og ég tala líka fyrir hönd vina minna. veit ekki með restina af ykkur, en mér sýnist það svona á kommentunum að flestir hafa mikið á...

Re: Joey

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
góður en ofmetinn

Re: Þungt og ekki þungt !

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
þyngsta: Nile, Cryptopsy og eitthvað þannig Brutal death eða technical death metall millivegurinn: Kreator, Dark Angel, Sodom, Slayer og annar Thrash metall létt: Iron Maiden, Saxon, Judas Priest (fyrir 1988), HammerFall, Helloween og annar Heavy eða Power Metall

Re: Hátíð í Belgíu ?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
með Dio meinti ég Dio að syngja með Sabbath, mér finnst sólóferillinn hans Dios vera skemmtilegur en einhæfur. Og já, Heaven and Hell er ein besta Sabbath platan að mínu mati

Re: rokkstaðir - hjálp

í Rokk fyrir 17 árum, 9 mánuðum
hef ekki aldur til að vera þarna þegar er eitthvað í gangi, en ég hef komið þangað nokkrum sinnum þegar er lítið að gera, og þá er bara svona.. klassísk rokk stemming; Deep Purple, ZZ Top og þannig, og fólk bara situr yfir bjór eða spilar pool. en eins og ég segi, þá veit ég ekki hvernig stemmingin er á kvöldin en ég held að hún sé bara svipuð nema aðeins meiri læti.

Re: Hátíð í Belgíu ?

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
það væri ekkert nema sweet. Fíla Dio eiginlega meira heldur en Ozzy, góðir á ólíka vegu, og þótt mér finnist Ozzy með flottari röddu og lögin eru klassískari, þá finnst mér lögin með Dio mikið flottari og vandaðari heldur en með Ozzy.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok