Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað segiði um..

í Sorp fyrir 18 árum, 9 mánuðum
samt ekki jafn töff of Silvía

Re: Hvað segiði um..

í Sorp fyrir 18 árum, 9 mánuðum
já ! Hún er snillingur !!! “ Frakkar fengu Eiffelturninn þegar þeir unnu seinni heimsstyrjöldina og þá urðu þeir heimsmeistarar” Count me in !

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég get tekið undir þetta flest. En líttu til dæmis á Hitler og Jozef Mengele ( http://www.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=2630784 ). Þeir voru Kristnir eftir því sem ég best veit. Það eru líka svo margir aðrir klikkaðir sem eru/voru Kristnir, en það er eins og maður taki ekki eftir þeim. En jú, auðvitað dettur manni fyrst í hug Bin Laden og allir þessir hryðjuverkamenn. En spáðu samt í því hvað þetta er lítið brot af Íslam. Þetta eru hraðast vaxandi trúarbrögð í heimi í dag, og...

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
24/7 snýst allt um trú hjá þeim og það er ekki nema von að þeir eru svona brjálæðirÞað er reyndar ekki satt, en á þó auðvitað við strangtrúaða Múslima (ekkert endilega öfgamúslima) Íslendingar fara ekkert alltaf í kirkju á sunnudögum eða fara með bænir og faðirvorið á hverjum kvöldi, sama þótt meirihluti Íslendinga séu Kristnir. Sama gildir um Múslima. Þeir biðja ekki allir 5 sinnum á dag í átt að Mekka, heldur taka lífinu eins og ég og þú, án þess að blanda trúnni inn í sitt daglega líf....

Re: pæling um stríð...

í Sorp fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Vá, mér fannst Múslimar eiga rétt á því að vera fúlir, en finnst full langt gengið að brenna Dannebrog. En þetta finnst mér allt of langt gengið hjá Dönum að brenna Kóraninn. Þeir eru bara að bæta olíu á eldinn og gera Múslima ennþá meira á móti sér. En samt, pælið í því hvernig gaurnum líður sem teiknaði þessa myndasögu !

Re: Saga....

í Sorp fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég, ef það er ekki orðið fullt

Re: Þakkir =D

í Sorp fyrir 18 árum, 9 mánuðum
:/ Samhryggist.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Allir í þessari trú eru heilaþvegnir nema þeir sem hafa frelsast í fangelsum eða eitthvað álíka Þetta er svo rangt hjá þér. Kolrangt. Segi ekki meira.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
ég er ekkert að verja þetta þó það megi líta út fyrir það. Finnst Múslimar taka þessu allt of alvarlega, en þetta var auðvitað fyrir mistök ritstjórnarinnar. Það eru bara svo margir sem segja bara “Ohh, múslimar eru bara hryðjuverkamenn og villimenn, af hverju er þeim ekki sama hvort það sé teiknuð mynd af einhverjum kalli ” og bla bla… Bara einhverja tóma þvælu. Ég er bara að reyna leiðrétta þann misskilning en ég held að það sé ekkert að takast hjá mér.. Og auðvitað skil ég vel að þeir í...

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nú leyfum við konum að keyra hérna. Í lögum í Sádi Arabíu er þeim bannað að keyra. Erum við þá að vanvirða þeirra lög með að leyfa konum að keyra? Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi kalla þetta jafnrétti kynjanna. Og mér finnst að löggjafarvald eigi að banna skopmyndir af Múhameð og Guði, vegna þess að það getur móðgað Múslima í landinu.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
já, óheppilega orðað. Ég er að sjálfsögðu að tala um Danina sem sitja í þessari ritstjórn.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Reyndar, andlitið og hendurnar eru einu hlutirnir sem konur eiga að láta sjást. Þær eiga að vera látlausar á götum úti, svo þær veki ekki upp neinar langanir hjá körlum. Og ef þú ert að tala um Hijabið (hárslæðuna) þá er meirihluti múslimskra kvenna sem vill ganga með þetta og líta á þetta sem ákveðið frelsi að ganga með hijab. Og Íslam er ekki á móti konum ef þú heldur það. Í Biblíunni skapaði Guð Manninn, og svo konuna eftir á, úr rifbeini hans ef ég man rétt. Í Kóraninum skapaði Guð...

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég virði ekki trú sem hvetur til þess að taka sitt eigið líf og marga í leiðinni. Því fleirri sem þú drepur því betra. WTF! segi ég bara Þetta stendur hvergi í Kóraninum. Það er hvergi hvatt til þess að taka sitt líf. Þetta eru öfgamúslimar, og heilaþvegið fólk, en stríðir jafnframt gegn trúnni.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
nei ég er ekki að segja að einn né neinn eigi að lesa Kóraninn. Ég hef sjálfur ekki lesið hann en samt veit ég þetta. Og já, ég hef skoðun sem bíður eftir að komast út: Þið eruð allt of fordómafull gagnvart Íslam. Hættið því, þetta eru engir villimenn ef þið haldið það (sbr. einhver sagði að svona tíðkaðist bara í villimannalandi), en þetta er vanvirðing við Íslam og múslima og mér finnst bara að fólk eigi að vita sitthvað um þessi trúarbrögð. Ég hélt að flestir vissu það að það megi ekki...

Re: Guns'n Roses

í Metall fyrir 18 árum, 10 mánuðum
það eiga örugglega allir eftir að segja þér að þetta sé ekki metall… En ég myndi segja Civil War, November Rain, Don´t Cry, Welcome To The Jungle, Rocket Queen og einhver fleiri

Re: Skilaboð

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég er að svara þé

Re: Kleinuhringur !!

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég mæli með því að þú gefir kleinuhringjum annan séns. Þeir eru ótrúlega góðir með súkkulaði og hlaupi :P og Kókómjólk með því…

Re: Mótsvör

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég sleppi því bara að svara þessum hottintottum. Þetta er augljóslega grín sem á að vera misheppnað og á að fá fólk til að vera á móti sér og pirrað, og ég nenni ekki taka þátt í þessari vitleysu svo ég sleppi því að svara

Re: þættirnir um egyptana...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég horfi nánast ekkert á sjónvarp. hef ekki kveikt á sjónvarpinu síðan ég veit ekki hvenær. Er greinilega að missa af meiru en ég hélt.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Fyrir mér er Biblían tóm þvæla nánast út í eitt, og ég er ekki Kristinn, þannig að ég myndi aldrei gera hommum neitt vegna kynhneigðar sinnar eingöngu. Ég er ekki að reyna að taka upp hanskann fyrir Dani, auðvitað finnst mér þetta of harkaleg viðbrögð Múslima gagnvart Dönum, en mér finnst samt að Danir hefðu átt að hugsa lengra þegar þeir settu þessa mynd í blaðið. Þeir hefðu mátt gera sér grein fyrir því að fjöldinn allur af Múslimum býr í Danmörku, og það er móðgun og vanvirðing við þeirra...

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ertu semsagt að segja að Kristnir hafi þau forréttindi fram yfir Íslam að mega teikna skopmyndir af Múhameð ? Þetta er bannað samkvæmt lögum Íslam, og enginn hefur rétt á að brjóta þessi lög. Eru Kristnir þá ekki að setja sig ofar lögunum með þessu ?

Re: hmmm.....hvaða skóla??

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ekkert smá :(

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þeir eru ekkert á móti tjáningafrelsi Danmerkur, en þetta fannst þeim of langt gengið. Ég vissi reyndar ekki af þessum hryðjuverkahótunum..

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
þeir hafa kannski ekki efni á að snúa heim, eða þá að þeir eru fluttir til Danmerkur til frambúðar svo að Danmörk er heimili þeirra, eða að börn fæðast í íslamska fjölskyldu sem er búsett í Danmörku og eru þess vegna alveg jafn miklir Danir og Kristnir eða annarra trúa. Kristið fólk þarf bara að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annarra, sama hversu fáránleg þau koma þeim fyrir sjónir.

Re: Skopmyndirnar af Múhameð

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Víst, það eru margir Danir sem eru múslimar, og þetta er móðgun og vanvirðing fyrir þeim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok