Það sem Nietzsche átti við, þó ég sé alls ekki mikið í heimspeki eða ritum Nietzche, var að Guð væri dauður í þeim skilningi að menn þyrftu ekki lengur á honum að halda til að útskýra hvernig við komum hingað, hver lét okkur hingað, af hverju, regnboga, o.s.frv. S.s. að menn hafi búið sér til þennan Guð til að útskýra það sem þeir skildu ekki, og Nietzsche fannst að vísindi gætu útskýrt allt sem menn útskýrðu áður með “Guð gerði það” eða þannig hugsun. Þannig að vísindi drápu Guð, í...