Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mode1
Mode1 Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
906 stig
Helgi Pálsson

Re: Hostage

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sin City er aðvita glæpamynd. Veit ekki af hverju ég kom þessu ekki uppí hausinn á mér þegar ég var að skirfa fyrra svarið.

Re: Hostage

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tears of the Sun var stríðsmynd. Annar flokkur. Veit ekki með Sin City.

Re: Hvað hefur þú séð nýlega?

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nýbúinn að horfa á Waterworld með Kevin Costner. Kemur mér alltaf á óvart þegar ég horfi á hana hvað hún er skemmtileg. Skil ekki alla þessa neikvæðu gagnríni sem hún fekk á sínum tíma.

Re: Hugleiðingar fyrir Malasíu

í Formúla 1 fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Svakalega er gaman að sjá önnur lið pakka Ferrari saman.

Re: The Hankeshaw Redemption

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hef ekki séð þessa mynd. En ég sá mynd einu sinni sem hét The Shawshank Redemption, þar sem Tim Robbins lék hvítan ungan mann sem lendir í fangelsi og hittir þar gamlan fanga(Morgan Freeman), sem btw er blökkumaður(enda er Freeman svartur og Robbins hvítur).

Re: Constantine

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Góð mynd. Tilbreyting að sjá “Big Budget” Hollywood myndir sem einblína á söguna en ekki tæknibrellu-hasar.

Re: Steve Francis í vondum málum

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
jæja, 3 leikir. Samt hefi ekki veit af því að nota hann í nótt í sorglegu tapi. Annars er vonandi bjartari tíð framundan hjá Orlando, því Phil Jackson er sterkelga orðaður við Orlando þessa dagana. Annars var hann það reyndar líka eftir að hann var “rekinn” frá Chicago, en hann kaus Lakers þá. Vonandi kýs hann rétt núna. :)

Re: Steve Francis í vondum málum

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
[hristi bara hausinni yfir þessu]

Re: heldur þú með

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Orlando :p

Re: Johnny Davis rekinn frá Orlando

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Eins og ég sagði í byrjun, þá átti hann bara að klára tímabilið í fyrra. Hann gerði ekkert meira en að klára tímabilið í fyrra. Sýndi ekkert sem gaf til kynna um að hann væri góður þjálfari. En t.d var George Karl á lausu í sumar. Ég hefði alveg vilja fá hann. Hann er núna gjörsamlega búinn að umbreyta Denver liðinu, sem hafa m.a. unnið 9 af seinustu 10 leiki.

Re: Johnny Davis rekinn frá Orlando

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
hann var heilt tímabil með Philadelphia og vann rétt svo 20 leiki með þá. Svo vann hann 20 af rúmlega 60 leikjum í fyrra með Orlando, mér fynnst það bara ágetur mælikvarði. Minnir að Davis sé 73-144 yfir ferillinn sinn.

Re: Johnny Davis rekinn frá Orlando

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Samála með Mobley, algjör heimska að losa sig við hann. Ástæðan fyrir því að ég vildi ekki hafa Davis í byrjun tímabils var útaf því að það var nóg til að þjálfurum sem eru betri en hann.

Re: Könnun (16/03/2005)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Reyndar er það ekki rétt að ruslmyndir hafi verið low-budget í gamladaga. Reyndar munað við peningarupphæðir í dag þá er auðvita hægt að tala um low-budget, en við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að verðgyldi peninga hafa rýrnað síðan þá. Margar big-budget mynd í gamladaga voru líka rusl eins og í dag. En mun fleiri bíómyndir í gangi í dag, en án þess að ég viti það, þá kæmi mér það ekkert á óvart að hlutföll milli ruslmynda og toppmynda séu þau sömu þá bíómyndum hafi fjölgað.

Re: tvær spurningar :)

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég veit að morgunhlaup á fastandi maga er óholt og í raun hættulegt ef um er að ræða langt og orkufrekt hlaup. Það eru linkar á hlaup.is á ýmsar hlaupasíður sem hægt er að nálgast upplýsingar um það. En í sambandi við umræðuna okkar þá verð ég að svara því seinna í kvöld. Ég sé hvað það er sem okkur fer á mis við, og ég skal styðja mitt svar við rannsóknir.

Re: Nýr Simpson Þáttur - There is something about marrying (Spoiler)

í Teiknimyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Sé ekkert að þessu. Hvað heitir annars þátturinn ?

Re: Smá umfjöllum um úrslitakeppni Intersportdeildarinnar sem hefst í kvöld

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
tja, ég held að þetta sýnir bara að það borgar sig ekki að vera skipta um lið rétt fyrir úrslitakeppnina.

Re: tvær spurningar :)

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú ættir kannski að benda mér á afsönnun á “fullyrðingu” minni ? Ég get því miður ekki bent þér á neinar rannsóknir á netinu, en ég hef lesið þetta í þó nokkrum bókum og tímaritum um líkamsþjálfun.

Re: tvær spurningar :)

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég var ekkert að tala um styrk. Ég veit að menn eru sterkari þegar seinnipartinn en á morgnana. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að morgunæfingar skila meiri árangri en kvöldæfingar. Næstum allar rannsóknir og tilrauni í sambandi við það hafa leit í ljós að árangurinn er meiri á morgnana en á kvöld.

Re: Starship Troopers 2: Hero of the Federation

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég veit að stjörnugjöfin mín sé algjörlega útúr kú. En þessi mynd er svo lík '80 hryllingsmyndunum, sem ég hef svo gaman af. Vekur söguþráður, þunnt plott, lélegar eða engar brellur. Leikararnir álíka áhrifamiklir og pappakassi á skjánum. Og það sem skiptir mestu máli, hryllingurinn er hafður í fyrirrúmi. Annað en þessar wana-be(PG-13) hryllingsmyndir sem eru að tröllríða hryllingsmyndageiranum. Þessar myndir eru svo sjaldgæfar í dag að maður getur ekki annað en fagnað loksins þegar maður...

Re: tvær spurningar :)

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þreitan er væntanlega útaf matarræðinu. 8 km á dag er mjög langt hlaup, og orkufrekt. Til að aðstoða þig við hlaupið þá mæli ég með að þú kýkir á http://www.hlaup.is þar eru mjög góðar leiðbeiningar hvernig best er að æfa hlaupin. En í sambandi við matarræðið þá þarftu að borða meira. Og ef þú ætlar að halda þig við þessa 8 km þá þarftu að borða mikið af kolvetnisríku fæði svo þú hafir orku yfir daginn. t.d(þetta er bara dæmi og þú þarft ekki að fara eftir þessu): 7:00 - Hafragrautur eða...

Re: Keflavík 1 - 0 Grindavík

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
hahaha… nefbrotið var 100% slys. Ég hef meira segja nefbrotið nokkra í gegnum tíðina í körfubolta. Annars er KKÍ búið að dæma í kærunni og var ákveðið að afhæfast ekkert. Sem styður mína skoðun um að ekki sé hægt að greina hvort sé um slys að ræða eða viljaverk.

Re: Keflavík 1 - 0 Grindavík

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er nú erfitt að sjá hvort þetta sé viljaverk hjá burgerkingterry. Annars fynst mér vera gert allt of mikið mál úr þessu

Re: Constantine

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hafði bara mjög gaman af myndinni. Fullt af fólki sem segir að hún sé sundur slitin og langdreigin. Mér fannst sagan bara nokkuð þétt og hélt dammpi allan tíman.

Re: Grófustu leikmenn jarðar

í Körfubolti fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Shaq er nú stærri á alla kannta og er að nálgast 1000 leikina. Ekki skilur hann eftir sig stlóð af meiddum leikmönnum. Þetta er bara munurinn á STÓRstjörnunni og venjulegum leikmanni. Stjarnan kemst alltaf upp með mun meira en “no-name” leikmaðurinn. Ef “no-name” leikmaðurinn mundi beita olbogunum og tuddaskapnum svona mikið eins og Malone, hann mundi ekki endast í 5 mín á vellinum.

Re: Grófustu leikmenn jarðar

í Körfubolti fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Malone ekki grófur. Þetta fer bara að verða findið hjá þér. Getur þá kannski útskýrt af hverju flestir sem dekka Malone í leikjum enda á sjúkralista eða þurfa hætta snemma í leikjum ? Eða þá af hverju menn sem dekka Malone séu sífelt að kvarta yfir spilamenskunni hans ? Malone er og var grófur. Þú verður bara að sætta þig við það. En það þíðir auðvita ekki að hann sé lélegur leikmaður. Bara grófur. Leiðinlegt að spila á móti honum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok