Reynslusagan mín var allt öðruvísi. En það var mjög gaman að lesa þetta. KEnnarinn minn las 1. bókina fyrir okkur í nestistíma, held ég hafi verið í 2. bekk eða 3. þá. Mér fannst bókin strax skemmtileg og eftir að hún lauk bókinni fór ég á bókasafnið og tók hana og las hana sjálf. Svo las kennarinn alltaf bækurnar í nestistíma fyrir okkur og ég gleypti í mig hvert orð! Ég bara elskaði þessar bækur! Þó að ég hafi fyrst haldið að rotarar væru menn á kústum með kylfur sem lömdu mann í hausinn...