hehe, nei veistu, ég man það ekki heldur og nú er ég orðin alveg rugluð!! Ætli ég þurfi ekki bara að fara að lesa þetta aftur? Fínt svona með skólanum…..not!
Vá, það voru nú mörg táraatriðin sem komu á meðan maður var að lesa allan bókaflokkinn… Það sem stóð samt upp úr var þegar Silja og Þengill dóu, þá grét ég úr mér augun, og svo líka það sem kom fyrir Targenor og Dídu, já og Tiili líka.
*spoiler* Já, var það ekki Þengill góði sem lagði þetta á fjölskylduna sína til að reyna að hindra að svona mörg bannfærð börn fæddust? ég hef eitthvað verið að misskilja þetta!!! eða ég er bara búin að gleyma þessu
Fleiri mistök: í síðasta þættinum er Desmond nýbúinn að raka sig og svo fer hann út að elta kallinn sem var með honum í byrginu og þá er hann allt í einu kominn með brodda aftur!!
Ég er að klára 3. bekk á málabraut í MR og námið er alls ekki erfitt!! Það var t.d. miklu minna að gera hjá mínum bekk í ensku en í öðrum bekk sem var á náttúrufræðibrautinni…fer bara eftir kennurunum. Og þá er ég að tala um áherslurnar í náminu. Stærðfræðin á málabraut…er létt. Í ár vorum við með Stærðfræði 3000 - Grunnbók og þetta var nánast bara upprifjun/samantekt úr 9. og 10. bekk. Engar spes MR-bækur á málabrautinni.
Já heyrðu, Raiju-bækurnar eru góðar! Var reyndar að komast að því um daginn að það hafa verið gefnar út 30 eða fleiri bækur í þessum bókaflokki, en það voru bara 12,13 bækur sem komu út hérna á Íslandi :S
Mjög góðar bækur, reyndar var ég alveg að gefast upp á Seið sléttunnar :S Eintómar landlagslýsingar. En mig langaði svo að lesa 5. bókina þannig að ég staulaðist einhvernveginn í gegnum Seið Sléttunnar!
Hmm, það er til einn bókaflokkur sem heitir Kent-fjölskyldan eða eitthvað álíka, fínar bækur en ég held að þær hafi ekki allar komið út hérna á Íslandi :/ Svo er líka Dætur lífsins, ég gafst reyndar upp á þeim bókum!! jájá, svo get ég líka nefnt Landnemana (held ég alveg örugglega) sem er um þræla sem voru sendir til Ástralíu einhverntíman á 18. öld. Það toppar samt ekkert Ísfólkiðd, Galdrameistarann og Ríki ljóssins ;)
það er nú slatti….Lion King, A walk to remember, LotR: RotK, Lost 206 og 208, Forrest Gump, Titanic, Pocahontas, Notebook og milljón og sjö í viðbót! og já, Ace Ventura myndirnar - af hlátri
hahaha, já, veistu, þetta er svona nokkurn veginn skilgreiningin á þáttunum!! það vantar bara gamandramapínusápu-áhugamál hérna ;) en kannski ekki margir þættir sem falla undir þessa skilgreiningu.
Já, þessi þríleikur er mjög góður, og vel skrifaður og pældur. En vitiði hvort þessi bók, Gyllti áttavitinn, sé uppseld hér á landi? Allavega hef ég bara fundið bók 2 og 3…..vont þegar vantar í safnið
Ég held mest upp á Chopin og Grieg, enda er rómantíska tímabilið í uppáhaldi hjá mér. Það er svo ótrúlega mikil saga á bak við verkin hans Grieg, hann er svo þjóðlegur, og eins og þú segir, með ævintýrablæ á verkunum. Nocturnurnar og etýðurnar hans Chopin eru svo fallegar og auðvitað valsarnir líka, það er svo mikil tilfinning í verkunum hans og auðvelt að lifa sig inn í þau.
Fín grein og margar góðar upplýsingar :) Langar líka að bæta við kenninguna um það hvers vegna Knossos var lögð í rúst í seinna skiptið; menn hafa líka giskað á það að þessar tvær kenningar sem þú kemur með hafi spilað saman, að fyrst hafi orðið þarna gífurlegar náttúruhamfarir, og þá hafi Mýkenumenn nýtt sér tækifærið og ráðist á Knossos. Og annað sem bendir til þess að Krítverjar hafi verið óvanir árásum, er að það hafa mjög fáar vopnaleifar fundist á Krít, og skreytingarnar benda til þess...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..