Ef þig vantar innblástur fyrir ævintýri, persónu eða hvað sem er þá er, að mínu mati, þjóðráð að leysa úr læðingi undirmeðvitundina og sleppa lausum draumum þínum og martröðum á blað. Til að gera það má t.d. nota þessa aðferð, sem súrrealistarnir (upprunalegi hópurinn þ.e.a.s.) notuðu og var þróuð af André Breton, forsprakka þeirra. Sestu niður með blaðbunka (helst a.m.k. 10 stykki) fyrir framan þig og penna í hönd. Byrjaðu að skrifa. Skrifaðu einfaldlega það fyrsta sem þér dettur í hug,...