Byrjaði að drekka 12 ára, það var eiginlega bara heima hjá mér, fékk bjór frá ma og pa, og sötraði við tölvuna. Byrjaði að “misnota” í einhverjum mæli í kringum 15 ára aldurinn og svo þegar ég kláraði grunnskólann minnkaði drykkjan, drekk varla núna (88' model) nema í þau fáu skipti er ég kemst á ekta sveitaböll heima í sveitinni. Annars heng ég bara á kaffihúsum og sötra kaffi hér á Akureyri, fæ mér kannski í glas á tveggja vikna fresti. :P