Ég mæli eindregið með að fá þér Firewire útgáfuna frekar en USB, því á Firewire færðu hverja rás fyrir sig inn í tölvuna, en einungis master út á USB. Sem þýðir að ef þú ert með FW útgáfuna þá geturðu tekið upp nokkur hljóðfæri í einu en samt verið með allt á sér rás í tölvunni, en ef þú værir með USB þá þyrftirðu að taka upp hvert hljóðfæri fyrir sig til að fá það á sér rásir. FW kostar eflaust aðeins meira, en þú færð það sem þú borgar fyrir.