Tannbursti: Ég held að GPRS sími sé alger óþarfi fyrir manneskju sem ætlar sér ekki að fara að WAPpa af krafti, eða veit hreinlega ekki til hvers GPRS er. Mín ráðlegging er að leyfa 3210 símanum að endast eins og hann getur, og skoða þá hvað er í boði. Varðandi þriðju kynslóðina eru ýmsar blikur á lofti eins og er, það gæti alveg eins verið að GSM kerfið með EDGE viðbótinni verði það sem koma skal… enda minni fjárfesting fólgin í viðbótum við núverandi kerfi en að koma upp alveg nýju!