Ég tek nú undir með fleirum hérna og spyr bara á hvaða keppni varst þú að horfa? Í fyrsta lagi er varla hægt að kenna R.Schumacher alfarið um áreksturinn í fyrstu beyjunni, þó hann hafi kannski verið á helst til miklum hraða kominn þetta nálægt beyjunni, því að R.Barrichello skiptir greinilega tvisvar um línu en það má aðeins einu sinni þegar þú ert að verja stöðu þína. Í öðru lagi þá datt K.Raikkonen ekki niður í fjórða sæti eftir langa pittstoppið hans heldur það síðasta og vann sig síðan...