ein af ástæðunum fyrir því að ég fer nánast aldrei niður í bæ… ein góð hjón sem ég þekki, fóru eitt kvöldið í sumar niður í bæ á einhvern ágætan veitingastað af e-u tilefni sem ég man ekki. þau voru sæmilega prúðbúin, af þessu sama tilefni, og eftir matinn röltu þau aðeins, en voru stoppuð af löggum, sem ráðlögðu þeim að láta sig hverfa. og af hverju? jú, löggan bjóst við að fyrst þau voru sæmilega klædd, héldi fólk að þau væru rík, og að þau hjónin yrðu barin í spað og rænd. þetta er...