Það er rétt, þær eru komnar algerlega út í öfgar. Mér finnst hinsvegar ekkert að því að hafa áritaðar servíettur, gestabók, 1-2 kerti og e-ð svoleiðis, ég var t.d. með þannig í fermingunni minni. Veislan var haldin heima hjá mér, familían bakaði fyrir dæmið, ég fékk ekki ótæpilega peningasummu að gjöf (slatta þó) og ég er líka bara sáttur. Allar gjafir fyrir 5000+ kr., blómahaf, allt áritað, dýr salur…það gott fólk, er rugl.