Guð skapaði heiminn, og um leið og hann hafði gert svo, vissi hann hvernig hann færi. Með sínu ómótstæðilega viti og framúrskarandi reiknigetu þá reiknaði hann út hvernig hver einn og einasti maður myndi haga sér, því þótt maðurinn hefði frjálst val, þá vissi guð hvað hann myndi velja í hvert sinn… og guð sá að það var gott. og hann reiknaði út hvernig veðrið myndi verða næstu þúsundir ára og ekki nóg með það, heldur hvernig allt veður, myndi nokkur tímann verða, alls staðar, og guð sá að...