Ég hef átt Ltd ex og epiphone explorer og síðan hef ég spilað á Gibson Explorer. Ltd-inn og epiphone-inn voru alveg fínir, mjög góðir miðað við verð, en það jafnast ekkert við Gibson-inn. Það vantaði fannst mér alltaf uppá hina, einhverjir smámunir sem maður finnur þegar maður hefur prófað alvöru Explorer. Ef ég værir þú þá myndi ég safna fyrir Gibson, þú sérð ekki eftir því