Það er einstaklega óábyrgt að vilja lækka skatta á eldsneyti. Olía mun á innan við hundrað árum klárast og á meðan að við ofnotum hana þá sitjum við bara hjá og vonum að einhver klár vísindamaður reddi þessu og komi með annað eldsneyti. Ef að skattur á eldsneyti væri ekki til staðar myndum við keyra meira og olían myndi klárast fyrr. Það leiðir eingöngu til þess að á endanum verður olía munaðarvara sem fólk mun berjast um. Meira að segja er sú þjóð sem er með lægstan skatt á eldsneyti,...