Þetta átti að vera víti. Held líka að hann myndi aldrei fara að láta sig detta eftir að hafa rústað þá svona, frekar reyna að fullkomna þetta með marki.
Er þetta ekki kjaftæði eða? Komdu allavega með tengil á þetta svo maður geti tekið mark á þessu. Ég trúi því nefnilega ekki að Suður-Afríka geti ekki reddað vatni til að vökva nökkra velli, þó það séu þurrkar.
7-0 og það án Nisterlrooy og Robinho sem meiddist þegar það var 1-0. Vörnin hjá Valladolid var reyndar út á þekju í einhverjum mörkum en það þarf eitthvað mikið að breytast svo Real rústi þessa deild ekki. Vinna örugglega með 15-20 stiga mun ef Barcelona fara ekki að taka sig á.
Það er ágætt að þeir séu að ná að sigra þessa leiki þrátt fyrir að Totti sé ekki að standa sig. Þeir mega ekki missa Inter lengra fram úr sér. Inter hljóta að fara að tapa einhverjum stigum enda hafa þeir verið heppnig í undanförnum leikjum og dómaramistök hjálpað þeim. En Roma voru öllu skárri núna en gegn Siena í síðasta leik.
Segðu bara svarið ef að þetta er einhver varaliðs maður hjá Karlsrue eða eitthvað. Þó maður vilji geta fylgst með þýska boltanum þá er það hægara sagt en gert og það á enginn eftir að vita þetta nema eyða miklum tíma á google.
Veit ekki hvort að menn séu ekkert að reyna við þetta eða hvort þeir kannist ekkert við hann en það er kominn tími á aðra vísbendingu. Hann er brasilískur og hætti ekki hjá Deportivo fyrr en hann varð rúmlega fertugur. Tók oft aukaspyrnur hjá þeim. Bætt við 8. febrúar 2008 - 21:38 Hann er fæddur í brasilíu en hann spilaði með spænska landsliðinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..