Ég myndi frekar vilja hafa Gerrard í mínu liði þar sem hann er fjölhæfari, vinnusamari og getur rifið liðið upp af rassgatinu. Svo skorar hann nánast jafnmikið og Lampart. Hann er góður í sendingum, tæklinum og skotum. Lampard er líka frábær leikmaður en Gerrard hefur samt ýmislegt sem hann hefur ekki. Lampard spilar líka með þannig liði að hann þarf ekkert að vera á fullu í allan leikinn heldur getur hann beðið svoldið framarlega eftir að fá boltann og gert eitthvað við hann.