Þegar Skoda lýsir nýjasta bílnum sínum sem “Skoda's fastest production car” veldur það nú ekki miklu fjaðrafoki. En með 180ha vél og uppgefið verð í Bretlandi sem er aðeins 15.000 pund ættu einhverjir að ranka við sér. Bíllinn sem ræðir um er Skoda Octavia RS, frekar heimilislegt nafn fyrir utan “RS” viðbótina. Það er hinsvegar lítið heimilislegt við hann þennan nema Skoda merkið. Undir húddinu er kunnuleg vél frá VW, fjögurra strokka, 20 ventla, 1,8l með forþjöppu og skilar rétt eins og...