Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Afhverju The Strokes? (16 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þegar þetta er skrifað er ég tiltölulega nýkomin af tónleikum The Strokes á Broadway. Í stuttu máli skemmti ég mér prýðilega þótt þetta hafi kannski ekki verið með merkari tónleikum sem ég hef séð. Mér fannst ég hins vegar þurfa að kryfja aðeins fyrirbærið The Strokes svona eftir að hafa fengið þá beint í æð. Hvað er svona merkilegt við The Strokes? Eru þetta nýjir rokksnillingar? Í stuttu máli: nei. Er þetta gott band? Ef það er gott að búa til hráa rokkslagara sem smella saman og búa yfir...

Heart of Darkness (23 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég var að klára að lesa þetta meistarastykki Joseph Conrad og mæli eindregið með að sem flestir geri slíkt hið sama. Reyndar ætlaði ég að skrifa veglega grein um hana en komst fljótt að því að til að lýsa henni þyrfti að skrifa heila bók. Því ætla ég að láta duga að lýsa bókinni í stuttu máli. Bókin fjallar um ferð Marlow's nokkurs til Congo sem við lok 19. aldar er belgísk nýlenda. Í Congo gerist hann skipstjóri á gufubát sem er sendur upp eftir á til að ná í hinn goðsagnakennda mann Kurtz....

Porsche 911 Carrera RS (964) (55 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það verður að játast að ég ætlaði ekkert að skrifa grein um Porsche 911 Carrera RS heldur var planið að hefja vangaveltur um draumabíla enn eina ferðina. Í þetta skiptið átti spurningin að vera eitthvað á þessa leið: “Ef þú mættir bara eiga einn bíl en hvaða einn bíl sem er, hvaða bíl myndirðu velja?” Ég ætla ekki að rekja allar vangavelturnar sem voru í gangi frekar, en ég fór a.m.k. mikið að hugsa um Porsche 911 Carrera RS sem þann bíl sem ég myndi velja og fór að kíkja á það efni sem ég...

Og einn til að kalla taktinn... (6 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er merkilegt að bókin One to Count Cadence skuli ekki vera þekktari enda um merkt bókmenntaverk að ræða að mínu mati. Það hefur kannski dregið úr orðstýr höfundarins James Crumley að þetta er hans fyrsta og eina “bókmenntaverk” en seinni bækur hans voru allar spæjarasögur en margar meðal þeirra bestu í þeim geira. Ég er nýbúinn að leggja bókina frá mér, var að lesa hana í annað skipti og nokkuð liðið síðan ég las hana fyrst. Ég man enn eftir að hafa verið hrifinn og sleginn yfir henni...

Íslenskt rokk! (6 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Miðað við uppsveiflu í íslensku rokklífi vildi ég mikið sjá þátt tileinkaðan einungis íslenskri rokktónlist, nýútgefinni, endurútgefinni og bara gammalli og góðri helst á Rás 2 eða kannski Radíó X. Maður er að heyra nokkrar áhugaverðar hljómsveitir einmitt undanfarið en nær alltaf heyrir maður bara eitt lag með hverri hljómsveit og er engu nær hvað hún er að gera, hvort hún náði að gefa þetta eina lag út og koma í spilun eða hvort búið er að gefa út “stóran” CD. Það væri svo enn betra ef...

White Blood Cells með The White Stripes (15 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
The White Stripes er hljómsveit sem mætti alveg fá meiri athygli. Lagið Hotel Yorba er reyndar komið í spilun á Radíó X en það kemur einmitt af nýjustu plötu systkynadúettsins en er þó því miður ekki lýsandi fyrir plötuna þótt ágætt sé. Platan White Blood Cells er fyrsta heila platan sem ég kemst yfir og þar með heyri með þessu áhugaverða bandi frá Detroit. Þetta er þriðja plata þeirra en ég hef heyrt efni af þeim fyrri og ákvað að skella mér á þá nýjustu þar sem hún var komin í búðir hér á...

Í þá gömlu góðu daga... (53 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Ég fékk einhverja flugu í höfuðið í gær og er búin að vera velta mikið fyrir mér hvaða götubílar hefðu nálgast það mest að vera “ósigrandi” á hverjum tíma. Ef þið eruð ekki að alveg að skilja hvað ég er að fara þá er hugmyndin þessi: að reyna að ímynda sér hvaða götubíll hefur verið sneggstur á hverju tímabili. Þegar ég segi sneggstur meina ég ekki með hæðsta hámarkshraðann eða sneggstur í 100 km/klst. Ég meina hvaða bifreið hefði verið best að sitja undir stýri á ef markmiðið hefði bara...

Frumkvöðlar forþjöppunnar (13 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Í ár renna upp merk tímamót: það eru senn liðin 40 ár síðan að fyrsti fjöldaframleiddi götubíllinn búinn afgasknúinni forþjöppu kom á sjónarsviðið. Í því tilefni langar mig til að tipla á stóru og minnast á þrjá fyrstu bílana sem bjuggu yfir þessari tækni. Frumkvöðullinn: Það er í raun synd og skömm að fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn til að státa túrbóvél (ég ætla að nota mestmegnis orðið túrbó í stað afgasþjöppu/forþjöppu o.s.fr. þar sem það er þjálla) hafi verið alræmdur sem manndrápstól...

The Catcher in the Rye (10 álit)

í Bækur fyrir 23 árum
Ég var svo heppinn að fá bókina The Catcher in the Rye í jólagjöf. Bókin er eftir J.D. Salinger en mér skilst að kallinn sjálfur eigi merkilega sögu sem sé vel efni í grein. Saga þessi gerist að því er ég get mér til líklegast snemma á 6. áratugnum í Bandaríkjunum, kannski undir lok þess 5. Hún segir frá Holden Caulfield, 16 ára pilti, þar sem það er nýbúið að sparka honum úr enn einum fína heimavistarskólanum. Við fáum að gægjast inn í hugarheim hans sem rithöfundurinn nær að gera...

Lotus Elise 190 TT (27 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég bara varð að skrifa grein um þennan… Ég er nú þeirri náttúru búinn að verða að hafa skoðun á bílum. Ég er líka alltaf að velta fyrir mér hvaða nýi bíll uppfylli kröfur mínar best án þess að hljóma eins og liður í fjárlagafrumvarpi. Núna lengi vel hef ég hugsað blauta drauma um Porsche Boxster og TVR Tamora og var Tamoran búin að salta samanburðinn. Þangað til maður heyrði enn fleiri draugasögur um áreiðanleika TVR… Og þá las ég prufun á bíl sem er eins og gerður fyrir mig og ekki nóg með...

Ubik e. Philip K. Dick (2 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Árið er 1992 og flestir sterkustu “telepaths” (telepath er einhver sem er á einhvern máta skyggn, þ.e. les hugsanir, sér í framtíðina eða þvíumlíkt, vantaði þjált íslenskt orð) heimsins hafa horfið útsendurum Glen Runciters sjónum. Þar sem Runciter rekur fyrirtæki sem bíður þjónustu fólks með hæfileika til að hefta skyggni er þetta honum áhyggjuefni svo hann leitar til eiginkonu sinnar, Ellu. Þótt Ella hafi verið látin um nokkuð skeið vill hún taka þátt í mikilvægum ákvörðunum um fyrirtækið....

Nokkur orð um vetrardekk (25 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það eru örugglega nokkrir sem eru ekki enn búnir að setja á vetrardekkin og kannski einhverjir sem eru ekki búnir að versla sér dekk fyrir veturinn. En hvað er það sem skiptir máli þegar kemur að því að velja sér dekk fyrir veturinn? Flestir segja örugglega annað hvort “naglar” eða “munstur”. Vissulega er munstrið eitt af því sem munar á milli sumar og vetrardekkja. En það er annað atriði sem skiptir álíka miklu máli, en það er efnið í dekkjunum. Til að vetrardekk virki sem slík þarf efnið í...

Hugarar velja besta bílinn (33 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í framhaldi af grein minni þar sem ég bauð bílaáhugamönnum á Hugi.is að velja bestu bílana birtast niðurstöður kosningarinnar hér á eftir. Kosning fór þannig fram að hver Hugari mátti velja lista með 10 bílum sem hann taldi bestu bíla fyrr og síðar. Hver bíll á þeim lista hlaut þá eitt atkvæði sem besti bíllinn. Ekki völdu allir 10 bíla sem útskýrir af hverju fjöldi atkvæða er ekki slétt tala. Besti bíllinn fyrr og síðar að mati Hugara: Porsche 911 - Alls 10 atkvæði, þ.m.t. 2 sérstaklega...

Bestu bílar fyrr og síðar (107 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þegar ég las grein bebecar um bestu bílana datt mér í hug að halda smá könnun. Hvernig væri að Hugarar settu hver saman lista með tíu bílum og gæfi þannig hverjum þeirra eitt atkvæði sem besta bíl fyrr og síðar. Það eru náttúrulegar engar reglur en endilega hugsið ykkur vel um og reynið að taka könnunina alvarlega ef þið ætlið að taka þátt. Undirritaður áskilur sér og öðrum skráðum admins áhugamálsins allan rétt til að sniðganga val, kalla líkar gerðir sama bíl og svo framvegis. Skilafrestur...

Lotus Elan: tímalaust meistarastykki (73 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það eru líklegast fáir menn sem hafa sýnt jafnmikla snilld á ferli sínum í bílaiðnaðnum og Colin Chapman stofnandi Lotus. Ekki eingöngu hannaði hann og fyrirtæki hans nokkra af merkari sportbílum síðustu aldar heldur var Lotus á tímabili stórveldi í Formula 1 kappakstri og kynnti til sögu nýjungar á báðum sviðunum. Ekki slæmt afrek fyrir fyrirtæki sem í upphafi breytti bílum fyrir kappakstur og önnur not, hafði eingöngu einn starfsmann, eigandann, og var fjármagnað af tilvonandi unnustu...

Ef Star Wars gerðist... (9 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er smávegis sem ég hnuplaði (copy) af EVO Forum. Ég myndi geta höfundar en sá sem birti þetta þar var ekki höfundurinn svo ég læt þetta bara flakka (paste) hingað og vona að þið hafið gaman af. Ef Star Trek Gerðist í Essex (á ensku): For the non locals in this class Essex is located just North-East of London. It is what we like to refer to as a ‘quality’ area. Now on with the lesson. Chewbacca would look roughly the same except he'd only be about 5ft tall, from Basildon and called...

35. ár Camaro það síðasta (30 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Chevrolet hefur tilkynnt að 2002 árgerðin af Camaro verði sú síðasta en það árið mun Camaro einmitt eiga 35 ára afmæli. Þótt að ég beri til takmarkaða hrifningu á þessum draumi amerískra unglingspilta er þetta viss missir fyrir bílamenninguna. Þó þessir bílar hafi verið n.k. risaeðlur sem urðu eftir þegar aðrar tegundir þróuðust voru margir sem hrifust af þeim. Kostir Camaro rétt eins og annara “pony cars”, eins og þessi flokkur bifreiða hefur verið nefndur, hafa verið öflugur mótur í...

Hraðinn drepur? (35 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það hefur verið mikil umræða um hættur hraðaksturs á Huga undanfarið. Ég rakst á þessa grein á www.4car.co.uk og ákvað að senda hana inn á Deigluna. Ég sendi hana ekki inn á bílar af því að ég er umsjónarmaður þar og mér er almennt mein illa við “copy/paste” greinar. Með því að senda þetta á deigluna fær hlutlaus aðili að ákveða hvort birting þessarar greinar er réttmætur. Auk þess finnst mér þessi umræða allt eins eiga heima á deiglunni eins og bílar enda um þjóðfélagsmál að ræða. Hér kemur...

"Smábílar" (56 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hvað varð um smábílana? Ef við skoðum nýjustu “smábílana” komumst við að því að þeir hafa farið mikið stækkandi síðustu árin. Þeir hafa nær allir lengst, breikkað og það sem mikilvægast er: hækkað og þyngst. Með tilkomu bíla eins og Renault Scenic hafa há þök og fleiri eiginleikar fjölnotabíla smitast yfir í venjulega litla fólksbíla. Skoðið bara nýju Peugeot 307, Honda Civic, VW Polo og Ford Fiesta. Nýjasti VW Polo er orðinn stærri en upprunalegi VW Golf! Lengdarmunurinn á Ford Focus og...

Frumlegar eldunaraðferðir (7 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég vann um mjög langt skeið í Pizzugeiranum á stöðum hjá einni af stærri keðjunum. Skemmst frá að segja fær maður mikla leið á pizzum. Þar sem aldrei var til staðar örbylgjuofn eða þvíumlíkt át maður allskonar skyndibita og varð loks bara soltinn í heimaeldað. Ef einhver sem les þetta er að upplifa þetta í dag þá ætla ég til gamans og fróðleiks að setja inn tvær uppáhalds uppskriftir eða svo sem ég notaði til að bjarga mataræði mínu. Eitt það skotheldasta og ódýrasta sem verður eldað í...

Kvikmyndun bókanna (23 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég er að velta fyrir mér hvað skiptir máli þegar bækur og sérstaklega LotR eru kvikmyndaðar. Margar myndir gerðar eftir bókum hafa verið mjög lauslega byggðar á þeim en samt góðar, t.d. A Clockwork Orange, The Shining og Blade Runner. Ég er ekki að segja að það væri ásættanlegt að svona miklar breytingar yrðu gerðar á LotR fyrir kvikmynd en er ekki höfuðmálið að heildarsagan skili sér? Þótt persónum sé sleppt er mikilvægast að þær sem verði séu sannar sögunum. Og auðvitað þarf andi bókanna...

Black Hawk Down (37 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Black Hawk Down er skrifuð af blaðamanninum Mark Bowden. Bókinni er ætlað að segja frá bardaga sem bandarískir hermenn lentu í við innfædda í Mogadishu í Sómalíu árið 1993. Þakkarsamlega tekst höfundinum ágætlega að setja atburði í söguform sem flæðir að mestu án mikilla hnökra svo efni bókarinnar verður eins og frásögn en ekki sagnfræðikennsla. Þannig fáum við að sjá atburðina í þessum stærsta skotbardaga á jörðu niðri sem bandarískir hermenn hafa lent í síðan í Víetnam bæði frá persónulegu...

Matreiðslubók Piparsveinsins (15 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Fyrst að einfaldar uppskriftir njóta svona vinsælda ætla ég að láta tvær fljóta með hérna. Titillinn á greininni er fyrir bók sem mig langar til að gefa út með þessum uppskriftum og fleiri. * * * * * Beikon ala Mal-3 Kveiktu á hellu og stilltu á hæðsta. Settu örlítið smjörlíki á pönnuna. Takta beikonsneiðarnar og raðaðu á pönnuna, helst ekki ofaná hvora aðra. Þegar þær byrja að steikjast er ágætt að snúa þeim við eftir áhuga og hentugleikum. Takið af pönnunni og setjið á disk þegar...

Athugasemdir við copy/paste greinar (6 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég birti þetta í greinarformi svo það þurfi sem minnst að endurtaka þetta og að þetta verði yfirleitt lesið. Svo gefur þetta ykkur líka auðveldan möguleika til að tjá ykkur um þetta mál. Nú er búið að senda mér tvær greinar sem voru teknar óbreyttar, en þó með tilvísun til höfundar og birtingarstaðs, af Heimasíðu Leó M. Jónssonar, www.leoemm.com. Þetta eru eflaust prýðisgreinar, enda býst ég ekki við öðru af Leó. Þetta er hinsvegar efni sem er auðvelt að nálgast og síðan er meira að segja í...

Martini (6 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jæja, nú fæ ég að sjá hvort það er í lagi að senda inn efni um drykki. Þurr Martini, konungur kokteilanna, er uppáhalds-kokteillinn minn og hérna er uppskrift og góðir punktar. Það eru til ótrúlega mörg afbrigði af Martini kokteilum. Þegar sagt er að hann sé þurr er verið að meina að gin sé í yfirgnæfandi hlutföllum. Það er einfalt að blanda Martini kokteil en ekki endilega auðvelt. Það er líka mjög erfitt að finna bar þar sem maður fær góðan Martini að staðaldri þannig að ef þið eruð...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok