Árið er 1992 og flestir sterkustu “telepaths” (telepath er einhver sem er á einhvern máta skyggn, þ.e. les hugsanir, sér í framtíðina eða þvíumlíkt, vantaði þjált íslenskt orð) heimsins hafa horfið útsendurum Glen Runciters sjónum. Þar sem Runciter rekur fyrirtæki sem bíður þjónustu fólks með hæfileika til að hefta skyggni er þetta honum áhyggjuefni svo hann leitar til eiginkonu sinnar, Ellu. Þótt Ella hafi verið látin um nokkuð skeið vill hún taka þátt í mikilvægum ákvörðunum um fyrirtækið....