Setlistinn er á slóðinni, en ég saknaði helst Try, try, try. Þetta var nú einu sinni túrinn v/Machina. Í eitt skipti þegar Billy var að þakka áhorfendunum sagði James “Stop it Billy, they're cheering.” Maður þarf að heyra það með röddu Billy til að ná því rétt, en svarið var “Oh, James…” Mig langar ósegjanlega í bootleg af þessum concert til að rifja upp, ég sé seint eftir að hafa farið á kreditkortinu, því maður á ekki að missa af uppáhaldsbandi sem er að hætta.