Það toppar enginn lager svo ég viti Stella, það er rétt. Sem alhliða bjór tel ég hann ennþá óviðjafnanlegan. En þegar við víkkum sjóndeildarhringinn finnum við alskyns sælgæti. Chimay er t.d. afbragðsgott öl og fæst í ríkinu, en því miður dýr eins og reglur gera ráð fyrir. Það er undantekning að finna belgískan bjór sem er ekki í það minnsta spennandi, en margar ölgerðirnar, sérstaklega þá trappistabjórar, eru ótrúlegar. En auðvitað eru þær ekki jafn alhliða og góður lager, en á réttri...