Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvernig bíla eigið þið,

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég myndi seriously hlæja að þeim sem myndi setja 3000GT vél í framdrifinn Lancer eða V12 í E30 BMW. Oh, well… Ég er sjálfur því miður að reyna að selja Mazda MX-5 Miata '94. K&N sía, kveikju flýtt í 14° frá 10°. Voodoo hnúður (auðvitað) og smá meira svona trimm, aðallega ál í stíl og leður. Ef hún ætti ekki að fara væri toppurinn á óskalistanum að opna alla öndun vélar: M-Road ryðfrítt púst, guðdómlegt look og sound. Jackson Racing opinn hvarfakútur og ceramichúðaðar flækjur. Hugsanlega...

Re: Hvað um fornbíla?

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Lista plz! Þetta gæti verið spennandi.

Re: Renault Clio Sport

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég hef blendnar tilfinningar varðandi þennan bíl. Hann er flottur og hreint út sagt klikkaður. Hann er samt bara mjög litlu sneggri en Sport Clio 172 og miklu viðsjálverðari í akstri.

Re: World Rally

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Gerði það ef ég gæti… Ég fæ bara að sjá hver vinnur hvað á textavarpinu… Væri til í að fá það í sjónvarpið.

Re: Patriot enn og aftur

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það mega nú til dags fjúka svona 40 mínútur af allt of mörgum myndum…

Re: MI-2 vinsælust - Hvað er að?

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég gæti dömpað endalaust á þessa mynd en hún er bara ekki þess virði. Ég bara næ ekki Woo og satt best að segja var það Sam Peckinpah sem var “pioneer” þegar kom að slo-mo ofbeldi. Karlinn sá var reyndar æði misjafn en ef þið horfið á The Wild Bunch munuð þið sannfærast. Ofbeldið í henni er óhugnanlega fallegt og það er bara kjöt á beininu en ekki eintóm fita eins og hjá manninum Woo sem kemst ásamt Jerry Bruckheimer og Nick Cage á “Mal-3's Hall of Shame and Infamy - Top 10 Least Wanted”. Ég...

Re: Mel Gibson

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Cool! Hvar fæ ég meira info??? Hvaða orusta, hvaða leikstjóri, etc.?

Re: Reglugerð um innheimtu höfundargjalda breytt

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Sammála! Og það má með sanni segja að þeir hafi gefið okkur “fingurinn” og því skal taka hendina af við öxl. Enginn skattur af þessu tagi er ásættanleg lausn.

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hóprún… Hóprúntar eru svo Max Power eitthvað… Það er samt sniðugt fyrir dellumenn að hittast með bílana stífbónaða. Autocross er hinsvegar hardcore! :)

Re: Hvernig fannst ykkur...

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Er soundtrackið ekki alltaf brilljant hjá Lynchmeisternum?

Re: The Way of the Gun

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ekki búin að sjá hana, en þú yrðir væntanlega mjög fúl ef þú myndir horfa á For a fistful of dollars og fá bara aldrei að vita hvað aðalpersónan (Clint Eastwood) heitir!

Re: Mel Gibson

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Payback fær prik fyrir að vera ein af fáum endurgerðum seinni tíma sem jafnar eða jafnvel slær út original myndina. Ef ég man rétt er hún þó gerð eftir sömu bók/sögu en ekki bara endurgerð á Point Blank m/Lee Marvin og ls. af John Boorman.

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
106 er snilld! Sérstaklega GTi og Rallye. Ég verð samt alltaf pirraður þegar það er ekki hanskahólf í bílum… Svo virðast eigendur franskra bíla almennt fara illa með þá, eða þá að frönsku bílarnir séu verr smíðaðir en t.d. breska pressan gefur þeim kredit fyrir.

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Seicento: looks better than it drives. Eitt af “scary-moments” sem ég hef upplifað í bíl var við prufuakstur á svona bíl. Ég uppgötvaði um líkt leiti að ég var í blindgötu og að hann var ekki með bremsur… 205 Forever, sá einn en það var sett eitthvað eins og 490þá hann! Annars var hann blár og á koppum. Ég elska cheap franska bíla!

Re: MiniCooper myndin þín, Mal3 (hvar fæ ég svona var spurningin)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Kristalskúlan þín er greinilega í góðu standi! Reyndar var stærðar límmiði á honum sem á stóð “GB”! Eng-er-land!

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hei, ef þetta er gamli 626GT bíllinn minn þarf ég að eiga nokkur orð við manninn með tveimur hnefum! Annars hef ég ekki séð svona bíl í góðu ástandi lengi, fínir þrátt fyrir smá torque-steer ;) Ég nenni bara ekki að eiga einhvern misnotaðan GTi haug því ég nenni ekki að standa í viðhaldi. Jafnvel að slaka á krafti svo lengi sem ég fæ aksturseiginleika. Einhverjir f.v. Pug 205 kellingabílar á lausu? :)

Re: MiniCooper myndin þín, Mal3 (hvar fæ ég svona var spurningin)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Textinn misfórst! Eins og þið sjáið þá er þetta sami texti og með vegamyndinni. Ég var eitthvað að röfla um hot-hatches í textanum sem átti að vera með þessum Mini. Ég er nú ekkert að leita að svona bíl, ég myndi samt skoða þá ef þeir væru billegir. Sá einn dálítið spes í Kringlunni í dag. Silfraður með mjög víðum brettum og á MiniLite felgum. Flottur, veit ekki hvort þetta var svona aftermarket dæmi eða sérútgáfa einhver eða hvað.

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Tjah, Mazdan þarf að fara sem er fúlt. En ég ætla nú að reyna að fá mér eitthvað skemmtilegt í staðinn… Einhverjar hugmyndir um skemmtilegan bíl fyrir í kringum 200þ?

Re: Auto-X á Íslandi :)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Drífum í þessu! Ég nenni ekki að þurfa að mæta á Daihatsu Charade eða þesslags! :)

Re: 16 ára á rúntinum

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Gott á hann…

Re: Um fornbíla

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Talandi um mun á bílum eins og Golf og Civic ‘78. Á fornbílasýningunni fékk maður að sjá muninn milli USA og Evrópu. Mér finnst þessir ’50s flekar flestir viðbjóðslegir (undantekningar eins og T-Bird og ‘Vette en hún er ekki fleki). Á meðan sá maður snilld eins og Citroen DS og Jaguar MkII sem virtust ekki bara vera frá annari tíð heldur hreint og beint öðrum heimi. Hugsa sér muninn á t.d. Chevy Bel-Air ’57, Citroen DS ‘55 og Jaguar MkII ’59. Oh, well, kaninn kunni þó allaveganna að smíða...

Re: Tætum og tryllum

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ef maður er á annað borð kominn til meginlandsins þá er það bara að bregða sér á Nürnburgring-Nordschleife og taka sér hring. Mig langar í Ringmeister límmiða á frambrettið hjá mér áður en ég sel elskuna…

Re: Mótorsport fyrir múginn

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Stóra planið á efri hæðinni í kringlu væri fínt held ég ef hægt væri að rýma það. Getur Bílabúð Benna ekki sponsað það? Bílanaustplanið er bara alltof lítið held ég og óslétt líka.

Re: Tónlist

í Hugi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Tónlist bara almennt…

Re: Persónur í Star Trek Series V [Spillar í grein]

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Áhugavert, en samt of mörg “parallel” við TOS. Samt ég verð að sjá þetta ef það verður foxy vulcan beib þarna! :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok