Flott! Svona greinar vill ég fá að sjá. Ég reyndi einu sinni að blanda Margarita með slæmum árangri. Skv. uppskrift mátti maður nota Triple Sec eða einhvern annan appelsínulíkjör, líklegast Countreau? A.m.k. notaði ég ekki Triple Sec og útkoman var ekki spennandi. Annars hafa flestar Margarita uppskriftir sem ég hef séð verið frekar ólíkar þessari. Mig langar samt mikið til að smakka almennilega Margarita en treysti mér alls ekki til að taka sénsinn á bar hér í borg.