Ég er nú enn á þeirri línu að Cayenne þurfi lýtalækni og megrunarráðgjafa og það styrktist eftir að ég sá hann í stálinu. Þessi Carrera GT kostar ekki bara handlegg og fót, heldur líka nýra og einhver fleiri líffæri. Ég hef skammast yfir útlitinu á Enzo, en hann er þó a.m.k. dramatískur og eftirminnilegur. Carrera GT lítur út eins og stóri bróðir Toyota MR2 nema hvað mér líkar eiginlega betur við MR2. Það hefur reyndar aldrei verið háttur Porsche að búa til bíla sem voru með æpandi útliti,...