Hehe, já ég er ágætur. Nota bene þoli ég almennt ekki megnið af hægri mönnum, sérstaklega ekki ofvirka nývirka unglinga. En ég var þannig einu sinni sjálfur og veit að leiðin liggur yfirleitt upp á við. Hve góð eða slæm Thatcher var ætla ég ekki að dæma, enda er það tími sem ég á eftir að skoða betur sagnfræðilega. Mig grunar samt að hún hafi skilað Bretlandi betra en hún tók við því, nema auðvitað bílaiðnaðinum. Ég ætti auðvitað að vera pirraður yfir því, en ætla að bíða með að fella dóm…