Ég veit að þetta er orðið dálítið þvælt efni til að væla út af, en samt: Ég sendi inn eina (1!) mynd sem ég taldi alveg ágæta af bíl sem er sjaldan talað um og hélt að bílahugarar hefðu mögulega gaman af (áður en þetta deyr allt hér). Nett mynd, smá texti, svona eins og sumir hafa gert oft áður. Þegar ég kíki inn næst er mynd af M3 með textanum “flott”! Ekki það að ég sé öfundsjúkur, myndin hafði fullan rétt á forsíðu. Mín bara komst ekki inn á aðrar myndir einu sinni. Ef ég hefði sent þetta...