Mér finnst nú full gróft að kalla Dalglish fifl sem skemmdi liðið, hann var fyrst og fremst óheppinn að hafa selt Les Ferdinand daginn áður en Shearer meiddist. Ef þú skoðar aðeins hvaða leikmenn eru lykilmenn í liðinu í dag sérðu Speed, Solano, Hughes, Griffin, Given (þetta eru allt menn sem Dalglish keypti) Shearer, Bellamy, Robert og Dyer. Dalglish keypti þessa 5 lykilmenn og verður að fá smá hrós fyrir það. Ian Rush var fengin til að spila því það voru allir sóknarmenn liðsinns meiddir...