Það er ekki boðskapur kirkjunnar að dæma fólk og draga línur. Stendur ekki í biblíunni að allir menn skuli vera jafnir og að aðeins guð skuli dæma lifendur og dauða? Auðvitað eru til ofstopamenn eins og Ratzinger sem mistúlka þessi heilögu skilaboð. Prestar, páfar, kardinálar og biskupar sem eru á móti hommum, konum, verjum ofl ættu ekki að vera trúarleiðtogar ef þeir fordæma fólk. Sá sem er skilningsríkur og laus við alla fordóma ætti að vera trúarinnar maður samkvæmt Biblíunni