Þú lætur hljóma sem allir námsmenn eigi og geti keyrt bíl… Sjálfur er ég á fyrsta ári í menntaskóla og á afmæli seint á árinu sem þýðir að fyrsta eitt og hálfa árið í skóla verð ég að geta treyst á strætó, ef ekki lengur, þar sem það er alls ekki víst að ég muni hafa efni á því að eignast bíl í náinni framtíð. Ég vil líka benda á það að þriðja málsgrein er tómt rugl þar sem ég lendi lang oftast í miklum troðningi í strætó. Auk þess er þetta mjög þægilegt kerfi sem getur reddað manni ef...