(Gamalt, gamalt, gamalt…þarf samt að koma því frá mér.) Ég veit af honum fyrir utan gluggann Sársoltið ýlfrið verkjar í beinum Eftir öll þessi ár situr hann ennþá um stúlkuna, Sem einusinni var ég. Ísköld og holdvot Stóð hún í snjónum með blóðugar hendur Of lítill náttkjóll, blákaldir fætur og stúlkan Sem einusinni var ég. Fram og aftur ráfar hann Út um gluggann vill hún Ég held henni fast í örmum mér, stúlkunni Sem einusinni var ég. Hún er svo köld, hjartað gapandi sár Hún man myrkan...