Kona þú, sem ólst ást þína Eilífð gafst og gleði Sköpun þinni aldrei gleymi Sár þín, gyðja sem grætur, gróa senn þótt sárt nú blæði, sindri tár og stirni á hvarma. Þú sem þreyttir dimmar nætur þöglu myrkri í og næði, hulin mjúkri þoku vorra harma. Móðir buguð, heyrðu bæn mína: Bros þitt blítt sem öllu réði, fegurð aftur færi þessum heimi. Þessi ein er öll mín þrá: enn þitt andlit rétt að sjá. Svo ég gömul fræði forn finn í mínu minni magna seiðinn sorgareiðinn frið í hjarta svo ég finni...