Nú hefur enginn, ALDREI séð mann sem misst hefur hönd eða fót öðlast nýtt stykki vegna tilbeiðslu til Guðs. Hvað er þá að klikka í þeim tilfellum? Eru þeir sem misstu útliminn óverðugir þess að hann sé veittur þeim að nýju í öllum tilfellum? Skringileg tilviljun. Eða er það einhver klása hjá Guði að hann bara standi ekki í svoleiðis? Afhverju er Guð tilbúinn að lækna krabbamein en ekki horfnar hendur?