Guð minn góður hvað þeir voru yndislegir. Tónlistin var himnesk að vanda og skuggamyndirnar var eitt það flottasta sem ég hef séð. Það spilaði svo vel inní tónlistina. Og að sjá risastórann skugga af Orra í síðasta laginu þegar hann var að berja leðrin af miklum ofsa fannst mér vera viðbjóðslega flott. Svo þegar þetta var allt orðið bjáræðislega hratt þá fannst mér svooo flott að sjá Jónsa birtast við og við, soldið hokinn en sallarólegur í öllum þessum æsingi, að spila á gítarinn sinn. Ég...