Nú þegar það er að koma sumar þá fer maður auðvitað að taka myndir út um allt, meira ljós, skemmtilegri viðfangsefni í náttúrunni.. en ég er í smá vandræðum. Ég var að reyna að taka mynd af Dettifossi um daginn, á sólríkum degi, og langaði að prófa að taka myndina með 0.5 sek shutter (á 3-fæti auðvitað :).. það var ekki alveg að ganga hjá mér. Með vélina (Canon 300D) stillta á 100 ISO og minnsta ljósop var myndin ennþá allt of yfirlýst og engin leið að ná góðri mynd af fossinum með löngum...