Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loaloa
Loaloa Notandi frá fornöld Kvenmaður
2.360 stig
——————

Re: Charmed ?

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ertu búin að tékka á Nexus eða 2001 (báðar búðir á Hverfisgötu.) Ef þættirnir eru til einhvers staðar þá eru þeir mjög líklega til þar.

Re: þættir úti...

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Svo lengi sem þessi þættir fá áhorf verða þeir framleiddir. Svo einfalt er það. Þumalputtarreglan í bandarísku sjónvarpi er sú að stöðvarnar gera fimm ára samninga sem þær geta rift ef áhorf verður óviðunandi. Nú veit ég ekki hvaða samninga framleiðendur Lost hafa gert við ABC en þeir eru án efa til nokkurra ára. Annað væri fásinna. Þetta er jú bissness.

Re: Lag í strákunum

í Hugi fyrir 19 árum, 3 mánuðum
My Delusions með Ampop

Re: Allir litir hafsins eru kaldir

í Sjónvarpsefni fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Bara ansi góður. Og fjandi vel leikstýrður.

Re: Hað er aftur Taggart ?

í Sjónvarpsefni fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það er auðvitað allt morandi í unglingum núna sem eru of ung til að muna eftir upprunalegu þáttunum en þeir hófu fyrst göngu sína árið 1983. Þeir hafa þó ekki verið sýndi svo lengi í íslensku sjónvarpi - kannski frá 1987. Taggart eru s.s. skoskir lögregluþættir og fjölluðu upphaflega um hinn brúnaþunga en snjalla lögreglumann Jim Taggart. Þættirnir nutu mikilla vinsælda en svo dó aðalleikarinn (Mark McManus) snögglega árið 1994. Þættirnir þóttu þó það vinsælir að þeir héldu áfram með...

Re: Surface

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég hef ekki séð þessa þætti ennþá. Gef þeim kannski séns ef þeir lifa af árið.

Re: Lost

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 3 mánuðum
*andvarp* Fólk les s.s. ekkert á forsíðu áhugamálsins?

Re: 5 bestu þættir árið 2005

í Sjónvarpsefni fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Sitt sýnist hverjum og ekki hvarflar að mér að halda því fram að mitt álit sé merkilegra en einhvers annars. Það er og verður aldrei neitt annað en mitt álit. Af því sem ég hef séð: Gott: Lost Battlestar Galactica Doctor Who Veronica Mars Shameless Arrested development How I met your mother Numb3rs Scrubs House Grey's Anatomy America's Next Top Model Survivor Vonbrigði: Invasion (argh! vont!) Joey (ekkert nýtt að gerast) Alias (þetta er búið) Desperate housewives (þær hefðu nú gott af því að...

Re: "Tilvitnanir"

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Sendu mér bara - ég skal setja þær inn ef mér líst vel á þær.

Re: "Tilvitnanir"

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ekkert mál að bæta þessum við

Re: Lost pælingar (spoiler fyrir þá sem hafa ekki séð seríu 2)

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þegar Bernhard prófaðir talstöðina þá kom rödd sem sögðust líka vera fólk sem lifði af flugslysið? Var það Saahid? En í þættinum með Saahid þegar hann nær sambandi með sinni talstöð þá svaraði honum engin :/ og hver rotaði hann? var það virkilega Sawyer? Bernard heyrði í Boone í talstöðinni - rétt áður flugvélin rann fram af klettabrúninni. Það var svo Locke sem rotaði Sayid. Hann viðurkenndi það fyrir ekki svo löngu.

Re: OZ

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Jú það var kláraða að sýna þetta hérna. Það voru alls gerðar 6 seríur.

Re: Þorgeir Lind af ætt ísfólksins?

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Tarjei Lind Hérna er eina myndin sem ég held að sé til af honum.

Re: So you think you can dance

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já já - greinin er á kolvitlausu áhugamáli. En þar fyrir utan verð ég að segja að ég er gjörsamlega húkkt á þessum þáttum. Idol er orðinn svo þunnur þrettándi og virkilega hressandi að sjá nýjan vinkil á þessu fyrirkomulagi. Svo er gaman að sjá hvað fólk er upp til hópa jákvætt og kurteist - og ekki í eilífum attitúdkeppnum ala Idol sem eru orðnar svo þreytandi.

Re: Firefly?

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Epguides listar þætti eftir röðinni sem þeir voru sýndir í sjónvarpi en þeir voru hins vegar ekki sýndir í réttri röð. Sjónvarpsstöðinni (FOX) fannst hinn raunverulegi fyrsti þáttur of rólegur og vildi meira “action.” Því var The Train Job sýndur fyrst en hinn “raunverulegi” fyrsti þáttur, Serenity, ekki sýndur fyrr en í lokin. Þannig að þitt er rétt.

Re: Hljómsveitir??

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er nokkuð viss um að eftirtaldar hljómsveitir sé að finna á myndinni. Aðrar (eins og Madonna)eru á gráu svæði (ekki er hún hljómsveit.) scissor sisters queen pet shop boys gorillaz led zeppelin white zombie pixies guns n' roses smashing pumpkins eagels garbage alice in chains blur the rolling stones matchbox 20 cowboy junkies blind melon the beach boys radiohead cake lemonhead whitesnake Green day nine inch nails red hot chili peppers iron maiden

Re: Nostalgía.is!

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég sá nú aldrei meira en glefsur af þessum þáttum en sá eini af körlunum þremur sem lítur kunnuglega út er sá sem er lengst til vinstri.

Re: Arrested Development

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Portia di Rossi (aka Mandy Rodgers) og Ellen DeGeneres eru mjög svo saman og hafa verið í ca. ár að mig minnir. Þú hlýtur að hafa verið að hugsa um Anne Heche. Hvað sem því líður - frábærir þættir.

Re: Fallega brún augu.

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta er algjörlega 50/50 í minni fjölskyldu. Pabbi bláeygur og mamma brúneyg - ég er með blá augu(og smá græn - fer eftir þreytu) og bróðir minn brún. Hann er svo giftur bláeygri konu og er sonur þeirra með blá augu en dóttirin með brún.

Re: walt

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það væri nóg fyrir mig en ég get ekki talað fyrir aðra. Það eru ekki allir sem fylgjast með númerum á þáttum. Til að forðast allan misskilning er oftast bara einfaldast að skrifa spoiler einhvers staðar í titilinn þegar rætt er um þætti sem ekki hafa verið sýndir hér í sjónvarpi.

Re: House á Skjá 1

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það er verið að sýna þá fyrstu. Önnur sería er tiltölulega nýbyrjuð í Bandaríkjunum.

Re: walt

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það verður að spoiler merkja svona færslur. Ég ætla að leyfa þessari að standa því þetta er frekar léttvægur spoiler en endilega passaðu þig á þessu í framtíðinni. Það eru margir sem horfa bara á þættina í sjónvarpi.

Re: Grey's Anatomy?

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei þetta var síðasti þátturinn í þessari seríu. Það voru bara gerðir 9 þættir í fyrstu seríu því það var ekki byrjað að sýna þá í Bandaríkjunum fyrr en í vor. Þetta eru hins vegar einir vinsælustu þættir í Bandaríkjunum í dag (eru í 4. eða 5. sæti) - skáka jafnvel House - og því er lítil hætta á öðru en að það verði haldið áfram að sýna þá hér í sjónvarpi í náinni framtíð.

Re: Nýjir þættir

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég er gjörsamlega gáttuð á því að fólk skuli geta horft á Invasion. Ég virkilega píndi mig til að klára fyrsta þáttinn og drepleiddist allan tímann. Hef ekki séð Surface en finnst Threshold ágætir.

link

í Hugi fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta *er* djók.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok